Arne Slot gagnrýndi Jeremie Frimpong eftir tap Liverpool gegn Crystal Palace í gær.
Eddie Nketiah skoraði sigurmarkið í blálokin en Slot skellti skuldinni á Frimpong.
Frimpong var að dekka Nketiah eftir langt innkast og sá tækifæri að hlaupa af stað í skyndisókn sem gerði það að verkum að Nketiah var einn og óvaldaður inn á teignum og skoraði sigurmarkið.
Eddie Nketiah skoraði sigurmarkið í blálokin en Slot skellti skuldinni á Frimpong.
Frimpong var að dekka Nketiah eftir langt innkast og sá tækifæri að hlaupa af stað í skyndisókn sem gerði það að verkum að Nketiah var einn og óvaldaður inn á teignum og skoraði sigurmarkið.
„Einn af okkar leikmönnum hljóp af stað því hann vildi fara upp í skyndisókn sem þjónaði engum tilgangi því leiktíminn var búinn svo þetta snerist bara um að verjast. Hann var of sókndjarfur sem varð til þess að þeir skoruðu og við töpuðum," sagði Slot.
Athugasemdir