Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 28. október 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Crouch: Tottenham á möguleika á að verða meistari
Peter Crouch, fyrrum framherji Tottenham, telur að liðið eigi möguleika á að vinna ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili. Harry Kane og Heung-Min Son hafa verið í miklu stuði í byrjun tímabils en Tottenham er í 5. sæti, tveimur stigum frá toppnum.

„Þetta er klikkuð deild og það virðist vera þannig að allir geti unnið alla í augnablikinu. City og Liverpool eru ekki eins sterk og þau voru á meðan önnur lið hafa orðið sterkari," sagði Crouch.

„Þetta er pottþétt eitthvað sem tengist því að áhorfendur eru ekki á vellinum og það býr til skrýtin úrslit og mikið af mörkum."

„Deildarmeistaratitillinn er á lausu. Getur Tottenham unnið? Ég er ekki viss en þeir eiga samt jafn góða möguleika og margir aðrir."

„City og Liverpool eru samt sigurstranglegust þar sem þau hafa verið sterkustu liðin undanfarin þrjú ár."

Athugasemdir
banner