Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. október 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Brjálaðir út í dómarana og fengu tvö rauð
Mynd: EPA

Mallorca gerði 1-1 jafntefli við Espanyol í fyrsta leik helgarinnar í spænska boltanum.


Leikurinn fór fram í Mallorca í kvöld og vildu heimamenn fá dæmda vítaspyrnu á lokamínútum venjulegs leiktíma en dómarinn harðneitaði að dæma.

VAR teymið skikkaði dómarann ekki til að endurskoða atvikið heldur hélt leikurinn áfram en bekkurinn hjá Mallorca var allt annað en sáttur.

Bakvörðurinn Pablo Maffeo, sem fór meiddur af velli í fyrri hálfleik, var brjálaður á bekknum og fékk rautt spjald að launum frá Isidro Diaz de Mera dómara.

Javier Aguirre, þjálfari Mallorca, fékk svo að líta rauða spjaldið tveimur mínútum síðar.


Athugasemdir
banner
banner