Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. nóvember 2020 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hið mjög svo sigursæla Al Ahly vann Meistaradeild Afríku
Mynd: Getty Images
Al Ahly tryggði sér gullið í Meistaradeild Afríku með sigri á Zamalek í úrslitaleiknum í gær. Bæði félög eru frá Egyptalandi.

Amr El Soleya gaf Al Ahli forystuna snemma leiks, en stuttu fyrir leikhlé jafnaði Zamalek. Mohamed Magdy var hetja Al Ahly. Hann skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og var það glæsilegt mark.

Al Ahly er gríðarlega sigursælt félag í Afríku. Félagið hefur unnið Meistaradeildina núna níu sinnum sem er virkilega flott afrek.

Liðsstjórinn Hareth hefur verið hluti af félaginu í 47 ár og hefur hann verið hluti af öllum liðum félagsins sem hafa unnið Meistaradeildina. Hann er því sá aðili sem hefur lyft bikarnum oftast.

Hér að neðan má Hareth með bikarinnn.

This is Al Ahly SC's kit man "Hareth" 47th year at the club. He has lifted that African champions league trophy more than anyone in history. 9 times. from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner