lau 28. nóvember 2020 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kalvin Phillips með stórleik - „Færi ekki að fara í minna félag"
Mikilvægur fyrir Leeds.
Mikilvægur fyrir Leeds.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Kalvin Phillips átti hörkuleik fyrir Leeds þegar liðið vann góðan útisigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, valdi Phillips sem mann leiksins. Hann spilar sem djúpur miðjumaður fyrir Leeds. Í dag átti hann flestar heppnaðar sendingar, en 94 prósent sendinga hans hittu á samherja.

Hann hljóp þá rúma 11 kílómetra, meira en allir aðrir á vellinum. Hann var enn þreyttur þegar hann fór í viðtal eftir leik.

„Auðvitað er ég ánægður þegar við vinnum. Þetta snýst allt um liðið. Ef liðið spilar ekki vel, þá spila ég ekki vel," sagði Phillips eftir leikinn.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í Dr Football hlaðvarpinu, kastaði því fram á Twitter að Phillips væri miðjumaður sem Pep Guardiola vantaði í Manchester City. Það voru ekki allir sammála því, þá allra síst Leedsarinn Þorkell Máni Pétursson.

„Hann færi heldur ekki að fara í minna félag," skrifaði Máni.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner