Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. nóvember 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp og Wilder elda saman grátt silfur - „Þrjár skiptingar og eitt stig"
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Chris Wilder.
Chris Wilder.
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, stjóri Sheffield United, og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafa eldað saman grátt silfur í fjölmiðlum síðustu daga.

Wilder kallaði Klopp og fleiri stjóra eigingjarna fyrir að vilja fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni.

Wilder er einnig ósáttur við að geta ekki tekið á móti stuðningsmönnum á Bramall Lane, heimavelli Sheffield United, og svo virðist sem hann sé ósáttur við það að Klopp hafi ekki talað opinberlega fyrir því að öll félög fái inn stuðningsmenn.

Stefnt er á að leyfa áhorfendur í ensku deildunum á nýjan leik á næstunni. Í sumum borgum verða allt að 4000 áhorfendur leyfðir en í borgum þar sem mikið er um kórónuveirusmit verður hámarkið 2000 áhorfendur á leik. Í öðrum borgum, eins og Sheffield, verða engir áhorfendur leyfðir áfram.

Sjá einnig:
Áhorfendur leyfðir í Liverpool og London - Ekki Manchester

„Hann er knattspyrnustjóri í heimsklassa og stjórnmálamaður í heimsklassa, sem hugsar um Liverpool. Hann hugsar ekki um neitt annað. Hann var aldrei að fara að segja: 'hvað með Sheffield United, Newcastle eða Man City og United, af hverju fá þau ekki stuðningsmennina sína inn?'" sagði Wilder.

„Hann er stjórnmálamaður í heimsklassa."

Klopp svaraði Wilder eftir 1-1 jafntefli við Brighton í dag. „Chris Wilder eða einhver segir stöðugt að ég sé sjálfselskur. Ég held að allt sýni að hann sé sjálfselskur en það er ekki of mikilvægt. Ég var í svipaðri stöðu og hann þegar ég vann hjá Mainz - þá snerist allt um að halda sér í deildinni. Þeir eru núna með þrjár skiptingar og eitt stig," sagði Klopp.

Liverpool er á toppi deildarinnar en Sheffield United er á botninum, eins og Klopp benti á, með eitt stig.


Athugasemdir
banner
banner