lau 28. nóvember 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Liverpool lýsa yfir óánægju sinni með VAR
Mynd: Getty Images
Nokkrir leikmenn Liverpool hafa lýst yfir óánægju sinni með VAR, myndbandsdómarakerfið, eftir 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool skoraði tvö rangstöðumörk og fékk tvö víti dæmd á sig eftir VAR-skoðanir.

Eftir leikinn sagði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool: „Stigin hefðu öll átt að enda okkar megin að mínu mati. Ég hef séð endursýninguna. Hver væri glaður með þetta? Þetta var ekki víti. Mér finnst við ræða þessa atvik í hverri viku. Ég vil ekki lenda í vandræðum en fyrir mér er þetta ekki víti. Welbeck sagði við mig að þetta væri ekki víti. Það voru fjórir eða fimm leikmenn sem fannst þetta ekki vera víti. Til að breyta dómnum finnst mér að það þurfi að vera augljós mistök."

Henderson var þar að tala um vítaspyrnudóminn sem varð til þess að Brighton jafnaði í uppbótartíma. Mohamed Salah skoraði mark í fyrri hálfleiknum sem var dæmt af vegna rangstöðu. Tá Salah var í rangstöðu.

„Þegar það er rangstaða er teiknuð lína, hvað er hægt að gera í því? Þér líður eins og það séu margar ákvarðanir sem falla á móti þér en ég skil ekkert í víta-ákvörðuninni," sagði Henderson við BBC.

James Milner og Andy Robertson, fóru á Twitter til að lýsa yfir óánægju sinni.

„Ég velti því fyrir mér hvenær fólkið sem spilar leikinn fær að hafa eitthvað til málanna að leggja," skrifaði Robertson.

„Það er 'augljóst' að við þurfum að ræða um VAR. Ég er viss um að ég er ekki einn um það að líða þannig að ég sé að missa ástina á leiknum í núverandi mynd," skrifaði Milner.

Hér að neðan má sjá allt það helsta úr leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner