Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 28. nóvember 2020 08:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Þorvaldur Örlygs, Maradona og enski boltinn á X977 í dag
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir og Tómas Þór verða á sínum stað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Þorvaldur Örlygsson kemur í þáttinn en hann lét nýlega af störfum sem þjálfari U19 landsliðsins og var ráðinn í þjálfarateymi Stjörnunnar.

Einnig mætir Orri Páll Ormarsson, blaðamaður og rithöfundur. Hann segir meðal annars frá nýjustu bók sinni, Í faðmi ljónsins, sem fjallar um ást Íslendinga á enska boltanum.

Þá verður að sjálfsögðu rætt um Diego Maradona en goðsögnin féll frá í vikunni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner