Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 28. nóvember 2022 11:16
Elvar Geir Magnússon
Lamdi markvörðinn með hornfánanum
Það sauð allt upp úr í leik Goztepe og Altay í tyrknesku B-deildinni i gær en um miðjan fyrri hálfleik var leikurinn stöðvaður. Blysum og flugeldum var kastað úr stúkunni og sjúkrabíll mættur út á völlinn.

Meðan leikurinn var stopp kom áhorfandi inn á völlinn og réðist að markverði Altay, Ozan Evrim Ozenc, að aftanverðu með hornfánanum.

Tyrkneska fótboltasambandið hefur fordæmt hegðun áhorfenda á leiknum.


Athugasemdir