Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   þri 28. nóvember 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Hvaða lið fara áfram?
PSG getur komist áfram í 16-liða úrslit
PSG getur komist áfram í 16-liða úrslit
Mynd: EPA
Fimmta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld og geta alls fimm lið farið áfram.

Atlético Madríd og Lazio geta komist upp úr E-riðli en Lazio þarf að vinna Celtic á meðan Atlético þarf að sigra Feyenoord. Atlético er í efsta sæti með 8 stig og Lazio í öðru sæti með 7 stig. Feyenoord er í þriðja sætinu með 6 stig.

PSG og Borussia Dortmund geta komist upp úr F-riðli, en bæði lið þurfa að vinna sína leiki. PSG fær Newcastle í heimsókn á meðan Dortmund heimsækir Milan. Dortmund er í efsta sæti með 7 stig, PSG í öðru með 6 stig og Milan í þriðja með 5 stig.

Manchester City og Leipzig eru búin að tryggja sig upp úr G-riðli, en það er óráðið hvaða lið fer niður í Evrópudeildina.

Í H-riðli getur einungis eitt lið farið áfram í þessari umferð. Ef Barcelona vinnur Porto fer liðið áfram í 16-liða úrslit.

Leikir dagsins:

Meistaradeild E-riðill
17:45 Lazio - Celtic
20:00 Feyenoord - Atletico Madrid

Meistaradeild F-riðill
20:00 PSG - Newcastle
20:00 Milan - Dortmund

Meistaradeild G-riðill
20:00 Man City - RB Leipzig
20:00 Young Boys - Rauða stjarnan

Meistaradeild H-riðill
17:45 Shakhtar D - Antwerp
20:00 Barcelona - Porto
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner