 
                                                                                        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Vignir Snær Stefánsson er nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni.
                
                
                                    Vignir hefur lokið BS í Næringarfræði, MS í íþrótta og heilsufræði ásamt því að vera með Jógakennararéttindi. Vignir mun næsta sumar einnig ljúka UEFA A gráðu.
Hann er 27 ára gamall og spilaði með Þór og Víkingi Ólafsvík á fótboltaferli sínum þar sem hann lék 84 leiki í deild- og bikar ásamt því að gera fjögur mörk.
Vignir hefur þjálfað yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnes. Frá 2021 til 2023 þjálfaði hann yngri flokka Gróttu/KR og þjálfaði þá einnig meistaraflokk kvenna hjá Gróttu á síðasta ári. Hann var síðast að þjálfa meistaraflokk kvenna KR.
Hann hefur nú verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og mun því aðstoða Kristján Guðmundsson á komandi tímabili.
Stjarnan hafnaði í 4. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili með 38 stig.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
    
 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        