Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
banner
   fim 28. nóvember 2024 14:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snýr aftur eftir barneign og spilar með Stjörnunni
Ingibjörg Lúcía í leik með Stjörnunni.
Ingibjörg Lúcía í leik með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur framlengt samning sinn við miðjumanninn Ingbjörgu Lúcíu Ragnarsdóttur.

Ingibjörg gekk til liðs við Stjörnuna fyrir tímabilið 2020 og hefur frá þeim tímapunkti verið mikilvægur hluti af liðinu.

Á síðasta tímabili tók hún pásu frá fótboltanum þar sem hún átti von á barni sem fæddist í sumar. Nú snýr hún aftur á völlinn af krafti og er til í slaginn.

„Við fögnum því að fá Ingbjörgu Lúcíu aftur í bláu treyjuna og hlökkum til að fylgjast með framlagi hennar á komandi tímabili," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

„Til hamingju Stjarnan og Ingbjörg Lúcía!"

Stjarnan hafnaði í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner