Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 29. janúar 2023 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham hafnaði tilboði frá Newcastle í Ashby
Ashby hefur aðeins komið við sögu í sjö keppnisleikjum með West Ham, þar af einum í ensku úrvalsdeildinni.
Ashby hefur aðeins komið við sögu í sjö keppnisleikjum með West Ham, þar af einum í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images

West Ham hafnaði tilboði frá Newcastle í hægri bakvörðinn efnilega Harrison Ashby.


Ashby er 21 árs gamall og hefur Newcastle verið að fylgjast með honum í langan tíma.

Newcastle lítur á Ashby sem góðan framtíðarkost og vill fá hann til félagsins svo hann geti lært af Kieran Trippier og tekið við keflinu af honum þegar sá tími kemur.

Kaupverðið er óuppgefið en Sky Sports greinir frá þessu og tekur fram að Hamrarnir séu reiðubúnir til að selja varnarmanninn fyrir gluggalok í ljósi þess að hann verður samningslaus í sumar.

Ashby er sagður vera spenntur fyrir framtíðaráformum Newcastle.

Newcastle hefur einnig áhuga á hinum 18 ára Ivan Fresneda hjá Real Valladolid en Arsenal er talið leiða kapphlaupið um hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner