Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 29. febrúar 2024 23:47
Brynjar Ingi Erluson
Rice leikmaður ársins í Lundúnum - Postecoglou hafði betur gegn Arteta
Declan Rice
Declan Rice
Mynd: EPA
Ange Postecoglou er stjóri ársins í Lundúnum
Ange Postecoglou er stjóri ársins í Lundúnum
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Declan Rice var í kvöld kjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á verðlaunahátíð Lundúna í kvöld.

Rice hefur heillað stuðningsmenn Arsenal upp úr skónum síðan hann gekk í raðir félagsins frá West Ham fyrir 105 milljónir punda á síðasta ári.

Á síðustu leiktíð var hann fyrirliði West Ham sem vann Sambandsdeild Evrópu og því vel að verðlaununum kominn, en hann hafði betur gegn William Saliba, Jarrod Bowen, Guglielmo Vicario og Pedro Porro. Það er auðvitað vert að taka fram að leikmenn og liði deildarinnar verða að spila í Lundúnum til að eiga möguleika á að vinna til verðlauna.

„Liðið hefur lært margt síðasta árið. Við erum sterkari og höfum meiri trú. Þegar við erum marki undir þá höfum við alltaf trú á því að geta komist aftur inn í leikinn. Það er alger heiður að spila fyrir þetta félag,“ sagði Rice í ræðu sinni á hátíðinni.

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var valinn besti stjórinn en hann fékk verðlaunin fyrir að umbreyta leikstíl liðsins og koma því aftur í baráttu um Meistaradeildarsæti. Hann hafði þar betur gegn Mikel Arteta, stjóra Arsenal.

Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var valinn besti ungi leikmaðurinn, en hann hefur gert 14 mörk í 32 leikjum frá því hann kom frá Manchester City í byrjun tímabils.

Kvennalið Chelsea fékk þá öll verðlaunin. Lauren James var best og liðsfélagi hennar, Aggie-Beever Jones var besta unga fótboltakonan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner