Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville: Simeone kyrkti mig til dauða fótboltalega séð
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Tímabilið 2015/16 var Gary Neville óvænt ráðinn sem þjálfari Valencia. Neville var ráðinn í desember 2015, en rekinn um fjórum mánuðum síðar eftir arfaslakt gengi.

Þetta var fyrsta aðalþjálfarastarf Neville og var verkefnið líklega of stórt fyrir hann.

Neville, sem starfar núna í sjónvarpi hjá Sky Sports, segir að tveir þjálfarar á Spáni hafi farið illa með sig.

„Það voru tvö eða þrjú skipti hjá Valencia þar sem mér fannst verkefnið vera alltof stórt fyrir mig," sagði Neville við Sky Sports.

„Í eitt skiptið var það þegar ég mætti (Ernesto) Valverde hjá Athletic Bilbao. Hann breytti um kerfi 2-3 í leiknum og var alltaf skrefi á undan mér."

„Annað skipti var þegar ég mætti (Diego) Simeone. Hann lék sér að mér og var að kyrkja mig til dauða fótboltalega séð."

Sjá einnig:
Ronaldo var brjálaður þegar Neville neitaði að láta slá grasið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner