Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. mars 2023 12:40
Elvar Geir Magnússon
Vill sjá son sinn fara frá Barcelona
Mynd: EPA
Pabbi Ansu Fati, Bori, hefur hvatt son sinn til að yfirgefa Barcelona. Hann er ósáttur með spiltíma stráksins.

Fati skaust fram á sjónarsviðið sem táningur og fékk að taka við treyju númer 10 af Lionel Messi.

Fati hefur verið óheppinn og lent í erfiðum meiðslum en eftir að hann kom til baka hefur hann átt í vandræðum með að koma sér í liðið undir stjórn Xavi. Hann hefur aðeins byrjað níu deildarleiki á þessu tímabili, fimmtán sinnum komið inn af bekknum.

Bori sagði við spænsku útvarpsstöðina Cope að hann væri reiður yfir stöðu mála og fundur með umboðsmanninum Jorge Mendes sé fyrirhugaður í næsta mánuði.

Hann segir að Fati sjálfur sé ákveðinn í að halda áfram að leggja hart að sér og koma sér í betri stöðu.

„Ansu vill vera áfram og spila áfram með Barcelona. En sem pabbi hans horfi ég öðruvísi á hlutina, Ansu er ekki sammála mér. Mér finnst illa komið fram við Ansu hvað varðar spiltíma," segir Bori.
Athugasemdir
banner
banner
banner