Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 29. mars 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Tonali tók ákvörðun um að gefa sig fram"
Mynd: Getty Images
Umboðsskrifstofa Sandro Tonali er búin að gefa frá sér yfirlýsingu vegna umræðu í kjölfar ákæru frá enska fótboltasambandinu á hendur skjólstæðingi sínum.

Tonali er ákærður fyrir að brjóta veðmálareglur ensku úrvalsdeildarinnar síðasta haust og fór neikvæð umræða um hann af stað á samfélagsmiðlum. GR Sports umboðsskrifstofan hefur ákveðið að bregðast við með yfirlýsingu.

„Við viljum benda almenningi á að rannsóknin sem er í gangi á Sandro Tonali hefst eftir að leikmaðurinn tilkynnti sjálfan sig til enska fótboltasambandsins. Þetta mál er því ekki nýtt af nálinni, það eru engar nýjar upplýsingar sem hafa litið dagsins ljós," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

„Leikmaðurinn tók ákvörðun um að gefa sig fram og leita sér hjálpar við spilafíkn til að binda enda á neikvæðan og afar sársaukafullan kafla á fótboltaferlinum sínum.

„Sandro Tonali mun halda áfram að sýna fullan samstarfsvilja með enska fótboltasambandinu eins og hann gerði með því ítalska. Hann mun gera allt í sínu valdi til að ljúka þessu máli sem fyrst svo hann geti haldið áfram með ferilinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner