Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 29. maí 2020 13:49
Magnús Már Einarsson
Björgvin Stefáns tæpur fyrir fyrsta leik
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefánsson, framherji KR, er tæpur fyrir fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar gegn Val eftir rúmar tvær vikur.

Björgvin hefur verið að glíma við meiðsli á hné og hann var ekki með KR í 3-0 tapi gegn Stjörnunni í æfingaleik í vikunni.

„Bjöggi á nokkra daga í að geta fengið að byrja æfa. Við vitum ekki alveg með hann. Það er álagsmeiðsli á hné sem komu upp í Covid æfingunum. Hann fékk vökva inn á hné sem þurfti að losa," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í dag.

Kristján Flóki Finnbogason var einnig fjarri góðu gamni gegn Stjörnunni vegna meiðsla.

Rúnar vonast til að hann geti byrjað að æfa af krafti í næstu viku og verði klár gegn Val laugardaginn 13. júní.
Athugasemdir
banner