Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 16:39
Magnús Már Einarsson
Breiðablik og Valur safna fyrir Píeta - 400 miðar í boði
Mynd: Breiðablik
Næstkomandi sunnudag, þann 31.maí, munu Breiðablik og Valur mætast í góðgerðarleik á Kópavogsvelli klukkan 18:00.

Einungis verður selt í tvö hólf og því verða aðeins 400 miðar í boði.

Öll miðasala fer í gegnum tix.is. Miðinn kostar 1.000kr og rennur allur ágóði af miðasölu til Píeta samtakanna.

ATH sama miðaverð fyrir alla, bæði börn og fullorðna, á þennan góðgerðarleik.

„Hlökkum til að sjá ykkur á Kópavogsvelli á sunnudaginn. Leikurinn verður frábært skemmtun og enn betra að styrkja gott málefni." segir í tilkynningu frá Breiðabliki, Val og Píeta samtökunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner