Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   mið 29. maí 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
McKenna framlengir á morgun
Sky Sports greinir frá því að Kieran McKenna, þjálfari Ipswich Town, muni framlengja samning sinn við félagið á morgun.

McKenna er gríðarlega eftirsóttur eftir að hafa stýrt Ipswich úr League One, þriðju efstu deild enska boltans, og upp í úrvalsdeildina á tveimur árum.

Hann ætlar þó að blása á alla orðróma sem tengja hann við önnur félög með því að gera nýjan langtímasamning við félagið.

Ipswich er að ganga frá síðustu smáatriðunum fyrir undirskrift á nýjum samningi, sem verður tilkynntur á næstu 24 klukkustundum.

Það er ekki búist við neinum vandræðum á lokametrunum og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með Ipswich reyna fyrir sér í úrvalsdeildinni eftir 22 ára fjarveru.
Athugasemdir
banner