Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
   mán 29. júní 2015 23:51
Jóhann Ingi Hafþórsson
Jóhann Birnir: Hræðilegt að hafa ekki tekið eitthvað úr þessu
Jóhann Birnir Guðmundsson (til vinstri)
Jóhann Birnir Guðmundsson (til vinstri)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfari Keflavíkur var vitanlega ekki sáttur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld.

Arnar Már Björgvinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar strax í upphafi fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Stjarnan

„Við fengum á okkur markið sem skildi liðin af, ég veit ekki hvort það hafi verið rothögg. Mér fannst við spila seinni hálfleikinn mjög vel. Það er hræðilegt að hafa ekki tekið eitthvað út úr þessu."

Kiko Insa og Guðjón Árni Antoníuson voru ekki með í dag og Haraldur Freyr Guðmundsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

„Insa er með eitthvað í lærinu og Guðjón fékk höfuðhögg í síðasta leik. Haraldur fékk hné í lærið og var aumur, hann verður orðinn fínn í næsta leik held ég."

Jóhann var sáttur við frammistöðuna í kvöld þrátt fyrir úrslitin.

„Spilamennskan hefur verið fín upp á síðkastið en við höfum ekki verið að skila stigum en ef við höldum áfram þessari frammistöðu þá fara hlutirnir að detta fyrir okkur."

Hólmar Örn Rúnarsson hefur verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína í sumar og var Jóhann spurður hvort yngri leikmenn myndu fá séns í staðinn fyrir leikmann eins og Hólmar.

„Ég er nú ekki sammála því að Hólmar sé ekki búinn að vera góður. Við stillum upp okkar sterkasta liði og ef strákarnir eru nógu góðir þá fá þeir að spila."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner