Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 29. júní 2015 23:51
Jóhann Ingi Hafþórsson
Jóhann Birnir: Hræðilegt að hafa ekki tekið eitthvað úr þessu
Jóhann Birnir Guðmundsson (til vinstri)
Jóhann Birnir Guðmundsson (til vinstri)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfari Keflavíkur var vitanlega ekki sáttur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld.

Arnar Már Björgvinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar strax í upphafi fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Stjarnan

„Við fengum á okkur markið sem skildi liðin af, ég veit ekki hvort það hafi verið rothögg. Mér fannst við spila seinni hálfleikinn mjög vel. Það er hræðilegt að hafa ekki tekið eitthvað út úr þessu."

Kiko Insa og Guðjón Árni Antoníuson voru ekki með í dag og Haraldur Freyr Guðmundsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

„Insa er með eitthvað í lærinu og Guðjón fékk höfuðhögg í síðasta leik. Haraldur fékk hné í lærið og var aumur, hann verður orðinn fínn í næsta leik held ég."

Jóhann var sáttur við frammistöðuna í kvöld þrátt fyrir úrslitin.

„Spilamennskan hefur verið fín upp á síðkastið en við höfum ekki verið að skila stigum en ef við höldum áfram þessari frammistöðu þá fara hlutirnir að detta fyrir okkur."

Hólmar Örn Rúnarsson hefur verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína í sumar og var Jóhann spurður hvort yngri leikmenn myndu fá séns í staðinn fyrir leikmann eins og Hólmar.

„Ég er nú ekki sammála því að Hólmar sé ekki búinn að vera góður. Við stillum upp okkar sterkasta liði og ef strákarnir eru nógu góðir þá fá þeir að spila."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner