Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mán 29. júní 2015 23:51
Jóhann Ingi Hafþórsson
Jóhann Birnir: Hræðilegt að hafa ekki tekið eitthvað úr þessu
Jóhann Birnir Guðmundsson (til vinstri)
Jóhann Birnir Guðmundsson (til vinstri)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfari Keflavíkur var vitanlega ekki sáttur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld.

Arnar Már Björgvinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar strax í upphafi fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Stjarnan

„Við fengum á okkur markið sem skildi liðin af, ég veit ekki hvort það hafi verið rothögg. Mér fannst við spila seinni hálfleikinn mjög vel. Það er hræðilegt að hafa ekki tekið eitthvað út úr þessu."

Kiko Insa og Guðjón Árni Antoníuson voru ekki með í dag og Haraldur Freyr Guðmundsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

„Insa er með eitthvað í lærinu og Guðjón fékk höfuðhögg í síðasta leik. Haraldur fékk hné í lærið og var aumur, hann verður orðinn fínn í næsta leik held ég."

Jóhann var sáttur við frammistöðuna í kvöld þrátt fyrir úrslitin.

„Spilamennskan hefur verið fín upp á síðkastið en við höfum ekki verið að skila stigum en ef við höldum áfram þessari frammistöðu þá fara hlutirnir að detta fyrir okkur."

Hólmar Örn Rúnarsson hefur verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína í sumar og var Jóhann spurður hvort yngri leikmenn myndu fá séns í staðinn fyrir leikmann eins og Hólmar.

„Ég er nú ekki sammála því að Hólmar sé ekki búinn að vera góður. Við stillum upp okkar sterkasta liði og ef strákarnir eru nógu góðir þá fá þeir að spila."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner