banner
   mán 29. júní 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Klopp biður stuðningsmenn að geyma fagnaðarlætin
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn um að geyma fagnaðarlæti vegna Englandsmeistaratitilsins þangað til að kórónaveiru faraldurinn gengur yfir.

Þúsundir manna hópuðust saman í Liverpool borg á föstudag til að fagna titlinum þrátt fyrir óskir yfirvalda um að gera það ekki.

„Ég er manneskja og ástríða mín er sú sama og ykkar en núna er mikilvægast að við höfum ekki þessar fjöldasamkomur," sagði Klopp í opnu bréfi í Liverpool Echo í dag.

„Við skuldum þeim varnarlausu í samfélaginu, heilbrigðisstarfsfólki sem hefur gefið okkur svo mikið, lögreglunni og yfirvöldunum sem hafa hjálpað okkur."

„Vinsamlegast fagnið en fagnið á öruggan hátt á ykkar stað, þannig að við tökum ekki áhættu á að dreifa veirunni meira í samfélaginu."

Athugasemdir
banner
banner