Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. júlí 2021 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Rosenborg of stór biti fyrir FH - Hákon fékk tækifærið með FCK
Rosenborg fer á fram í næstu umferð
Rosenborg fer á fram í næstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hákon Arnar spilaði fyrsta leik sinn með aðalliði FCK
Hákon Arnar spilaði fyrsta leik sinn með aðalliði FCK
Mynd: Getty Images
FH er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 4-1 tap gegn Rosenborg á Lerkendal-leikvanginum. Rosenborg vann samanlagt, 6-1.

Rosenborg vann fyrri leikinn í Kaplakrika, 2-0. FH-ingar áttu nokkur hættuleg færi í þeim leik en tókst ekki að nýta.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik, hvorugt liðið skapaði sér eitthvað af viti og markalaust þegar flautað var til hálfleiks.

Það dró til tíðinda á 49. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson braut á Dino Islamovic innan teigs. Islamovic skoraði úr spyrnunni.

Það opnaði leikinn töluvert því aðeins fimm mínútum síðar bættu heimamenn við öðru marki. Stefano Vecchia skorað úr óbeinni aukaspyrnu.

Guðmann Þórisson minnkaði muninn á 74. mínútu. FH-ingar áttu hornspyrnu sem var hreinsað frá. Jónatan Ingi Jónsson kom þá með fyrirgjöf inn í teig þar sem Guðmann var mættur til að koma boltanum í netið.

Tveimur mínútum síðar skoraði Emil Konradsen Ceide þriðja mark Rosenborg og þegar þrjár mínútur voru eftir gerði hann annað mark sitt og fjórða mark Rosenborg.

Lokatölur 4-1 fyrir Rosenborg sem fer áfram í næstu umferð. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn fyrir norska liðið í kvöld.

Oskar Sverrisson spilaði þá fyrir Häcken í 2-0 sigri á Aberdeen en það var ekki nóg til að koma liðinu áfram. Aberdeen vann fyrri leikinn 5-0 og fer því örugglega áfram. Aberdeen mætir Blikum eða Austria Vín.

Hákon Arnar Haraldsson var á bekknum hjá FCK sem vann Torpedo Zhodino 5-0. Hann kom inná á 76. mínútu í fyrsta leik hans fyrir aðalliðið. FCK fer nokkuð örugglega áfram en liðið vann fyrri leikinn 4-1.

Jón Dagur Þorsteinsson og hans menn í AGF eru úr leik eftir 1-1 janftefli gegn Larne. Jón Dagur var rekinn af velli á 26. mínútu er hann nældi sér í annað gula spjald sitt.

Larne fer áfram samanlagt, 3-2. Vålerenga er einnig úr leik þrátt fyrir að hafa unnið Gent 2-0. Norska liðið tapaði í Belgíu, 4-0, og kemst því ekki áfram. Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Vålerenga.

Úrslit og markaskorarar:

Rosenborg 4 - 1 FH (6-1, samanlagt)
1-0 Dino Islamovic ('49, víti )
2-0 Stefano Vecchia ('54 )
2-1 Guðmann Þórisson ('72 )
3-1 Emil Konradsen ('74 )
4-1 Emil Konradsen ('87 )
Athugasemdir
banner
banner