Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. júlí 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað eru Blikar og Víkingar langt frá riðlakeppni?
Breiðablik mætir Istanbul Basaksehir í næstu umferð.
Breiðablik mætir Istanbul Basaksehir í næstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur aldrei gerst áður að íslenskt félagslið hafi komist alla leið í riðlakeppni í Evrópukeppni karla.

Núna eiga tvö íslensk lið þann möguleika að skrifa söguna; Breiðablik og Víkingur eru komin alla leið í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik mætir Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi og Víkingur spilar við Lech Poznan frá Póllandi.

Þetta verða svo sannarlega erfið verkefni en það er allt hægt í fótbolta.

Ef Breiðablik eða Víkingur kemst áfram, eða þau bæði, þá þurfa þau að fara í gegnum eina umferð í viðbót til þess að komast í riðlakeppnina. Það er þessi þriðja umferð og svo umspil um sæti í riðlakeppninni. Liðin þurfa því að fara í gegnum tvö einvígi í viðbót til þess að skrifa söguna.

Næstu leikir liðanna í Sambandsdeildinni verða hér heima þann 4. ágúst næstkomandi.

Sjá einnig:
Özil fer á Kópavogsvöll, ekki Laugardalsvöll, ef hann mætir til landsins
Athugasemdir
banner
banner