fös 29. júlí 2022 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City gefst upp - Sanchez til Frakklands?
Powerade
Marc Cucurella.
Marc Cucurella.
Mynd: Getty Images
Sanchez er orðaður við Marseille.
Sanchez er orðaður við Marseille.
Mynd: Getty Images
Eltir Bailly vin sinn - Pogba - til Ítalíu?
Eltir Bailly vin sinn - Pogba - til Ítalíu?
Mynd: Getty Images
Reguilon er orðaður við Barcelona.
Reguilon er orðaður við Barcelona.
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðrinu á þessum ágæta föstudegi. BBC tók saman það helsta.

Manchester City hefur gefist upp á því að kaupa Marc Cucurella (24) frá Brighton og er þess í stað farið að einbeita sér að öðrum vinstri bakvörðum, nánar tiltekið Alex Grimaldo (26) hjá Benfica og Borna Sosa (24) hjá Stuttgart. (Mail)

Everton er að reyna að kaupa miðjumanninn Idrissa Gueye (32) aftur frá Paris Saint-Germain. (Fabrizio Romano)

Cristiano Ronaldo (37) vill að Manchester United setji verðmiða á sig svo að önnur félög viti nákvæmlega hvað þau þurfa að borga. (Sun)

Forráðamenn Ronaldo hafa rætt við Sporting Lissabon, fyrsta félagið sem hann spilaði fyrir á sínum tíma. (The Athletic)

Bakvörðurinn Nuno Tavares mun gangast undir læknisskoðun hjá Marseille í dag, en hann er á leið frá Arsenal til franska félagsins á láni. (Fabrizio Romano)

Marseille er líka í viðræðum við Inter um að fá Alexis Sanchez (33). (L'Equipe)

West Ham er í viðræðum við Eintracht Frankfurt um kaup á Filip Kostic (29) sem getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og vinstri kantmaður. (90min)

Tottenham mun reyna að vinna baráttuna við Juventus um Nicolo Zaniolo (23), miðjumann Roma. (Tuttosport)

Barcelona hefur áhuga á Sergio Reguilon (25), vinstri bakverði Tottenham, ef félaginu tekst ekki að landa Marcos Alonso (31) frá Chelsea. (AS)

AC Milan er að ganga frá kaupum á Charles de Ketelaere (21), framherja Club Brugge í Belgíu. Leeds og Leicester höfðu einnig áhuga á honum. (90min)

Palmeiras frá Brasilíu hefur hafnað tveimur tilboðum frá Ajax í hinn 18 ára gamla Giovani. Newcastle og Bayer Leverkusen hafa einnig áhuga á framherjanum efnilega. (ESPN)

Hægri bakvörðurinn Kieran Trippier (31) hefði getað farið til Manchester United síðasta sumar en hann valdi þá að vera áfram hjá Atletico Madrid. Hann fór svo til Newcastle í janúar. (Mirror)

AC Milan og Roma eru með augastað á Eric Bailly (28), miðverði Man Utd. (Athletic)

Atalanta er að kaupa nígeríska kantmanninn Ademola Lookman (24) frá RB Leipzig fyrir 15 milljónir evra. (Sky Sport Italia)

Tottenham er tilbúið að selja miðjumanninn Giovani lo Celso fyrir 17 milljónir punda í sumar. Villarreal og Fiorentina hafa sýnt honum áhuga. (Athletic)

Manchester City hefur gefið grænt ljós á að miðjumaðurinn James McAtee (19) fari á láni í sumar. Leeds og Nottingham Forest hafa áhuga. (Football Insider)

Leicester missti af varnarmanninum Kim Min-jae til Napoli þar sem félagið átti ekki nægilega mikinn pening til þess að kaupa hann. Napoli borgaði rúmar 18 milljónir evra fyrir miðvörðinn. (Football Insider)

Burnley er búið að gera tilboð í skoskan miðvörð Club Brugge, Jack Hendry (27). (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner