Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
banner
laugardagur 2. ágúst
Besta-deild karla
fimmtudagur 31. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 14. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 13. júlí
fimmtudagur 10. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
EM kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 8. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 7. júlí
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
sunnudagur 6. júlí
EM kvenna
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. júlí
EM kvenna
þriðjudagur 1. júlí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
föstudagur 27. júní
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 31. júlí
EUROPE: Conference League, 2nd qualifying round
AIK - Paide - 17:00
Puskas - Aris Limassol - 16:00
Spartak Trnava - Hibernians FC - 15:30
Banga - Rosenborg - 16:00
Dila Gori - Riga - 16:00
Santa Coloma - Polessya - 16:00
HJK Helsinki - Arda Kardzhali - 16:00
Sabah FK - Petrocub - 16:00
Spaeri - Austria V - 16:00
AZ - Ilves - 16:45
Nomme Kalju - St Patricks - 16:45
Gyor - Pyunik - 16:00
Milsami - Buducnost - 17:00
Torpedo K. - Omonia - 17:00
Universitatea Cluj - Ararat-Armenia - 17:00
UNA Strassen - Dundee United - 17:00
Zimbru - Astana - 17:00
Beitar Jerusalem - Sutjeska Niksic - 17:30
Brondby - HB Torshavn - 17:30
Universitatea Craiova - Sarajevo - 17:30
Istanbul Basaksehir - Cherno More - 17:45
Charleroi - Hammarby - 18:00
Hapoel Beer Sheva - AEK - 18:00
KA Akureyri - Silkeborg - 18:00
Koper - Viking FK - 18:00
Maccabi Haifa - Torpedo-BelAZ - 18:00
Maribor - Paks - 18:00
Neman - Kosice - 18:00
Prishtina - Larne FC - 18:00
Santa Clara - Varazdin - 18:00
Sparta Prag - Aktobe - 18:00
Aris - Araz - 18:15
Jagiellonia - Novi Pazar - 18:15
Lausanne - Vardar - 18:15
Rapid - Decic Tuzi - 18:30
Valur - Kauno Zalgiris - 18:30
Zilina - Rakow - 18:30
Dinamo Tirana - Atletic Escaldes - 18:45
Dungannon Swifts - Vaduz - 18:45
Floriana FC - Ballkani - 18:45
KÍ Klaksvík - Radnicki Kragujevac - 18:45
Linfield FC - Zalgiris - 18:45
Vikingur R. - Vllaznia - 18:45
Egnatia R - Dinamo Minsk - 19:00
Hajduk Split - Zira - 19:00
Partizan - Oleksandria - 19:00
Shamrock - St Josephs - 19:00
Puskas - Aris - 18:00
EUROPE: Europa League, 2nd qualifying round
AEK Larnaca (Cyprus) - Celje (Slovenia) - 16:30
Häcken - Anderlecht (Belgium) - 17:00
Cluj (Romania) - Lugano (Switzerland) - 17:30
Utrecht (Netherlands) - Sheriff - 18:00
Braga - Levski (Bulgaria) - 19:00
WORLD: International Friendlies
Zanzibar - Nígería - 13:00
mið 30.júl 2025 11:30 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska: 15. sæti

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Bournemouth átti mjög fínt tímabil í fyrra en þeim er spáð í neðri hlutanum fyrir komandi leiktíð.

Bournemouth fagnar marki í æfingaleik á dögunum.
Bournemouth fagnar marki í æfingaleik á dögunum.
Mynd/EPA
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth.
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth.
Mynd/EPA
Dean Huijsen fór til Real Madrid.
Dean Huijsen fór til Real Madrid.
Mynd/EPA
Kerkez fór til Liverpool.
Kerkez fór til Liverpool.
Mynd/Liverpool
Adrien Truffert á að fylla í skarð Kerkez.
Adrien Truffert á að fylla í skarð Kerkez.
Mynd/Bournemouth
Djordje Petrovic kom frá Chelsea.
Djordje Petrovic kom frá Chelsea.
Mynd/Chelsea
Huijsen og Zabarnyi mynduðu eitt besta miðvarðapar ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Huijsen og Zabarnyi mynduðu eitt besta miðvarðapar ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Antoine Semenyo er lykilmaður í sóknarleik Bournemouth.
Antoine Semenyo er lykilmaður í sóknarleik Bournemouth.
Mynd/EPA
Það er Justin Kluivert líka.
Það er Justin Kluivert líka.
Mynd/EPA
Miðjumaðurinn Lewis Cook er mikilvægur.
Miðjumaðurinn Lewis Cook er mikilvægur.
Mynd/EPA
Evanilson gerði tíu mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Evanilson gerði tíu mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd/EPA
Miðvörðurinn Marcos Senesi er sterkur.
Miðvörðurinn Marcos Senesi er sterkur.
Mynd/Bournemouth
Julian Araujo er skemmtilegur bakvörður.
Julian Araujo er skemmtilegur bakvörður.
Mynd/EPA
Alex Scott er miðjumaður sem gæti blómstrað.
Alex Scott er miðjumaður sem gæti blómstrað.
Mynd/Bournemouth
Bandaríski miðjumaðurinn Tyler Adams er sterkur.
Bandaríski miðjumaðurinn Tyler Adams er sterkur.
Mynd/Bournemouth
Dean Court, heimavöllur Bournemouth, er minnsti leikvangurinn í ensku úrvalsdeildinni.
Dean Court, heimavöllur Bournemouth, er minnsti leikvangurinn í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd/EPA
Bournemouth steig stórt skref fram á við á síðasta tímabili eftir að hafa tryggt sér áframhaldandi sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið áður. Liðið endaði í 9. sæti deildarinnar tímabilið 2024–25 og spilaði á köflum frábæran og aðlaðandi fótbolta. Stjórinn Andoni Iraola, sem tók við liðinu sumarið 2023, hefur smíðað lið sem spilar með mikilli orku, hraða og hugrekki. Með árásargjarnri pressu og hröðum fótbolta hefur hann náð að móta lið sem getur valdið flestum liðum í deildinni vandræðum. Einn af hápunktum síðasta tímabils var ellefu leikja taplaus hrina sem stóð frá nóvember og fram í febrúar. Bournemouth komst einnig í átta liða úrslit enska bikarsins þar sem liðið féll úr leik gegn Manchester City eftir hörkuleik.

Eftir mjög árangursríkt tímabil voru eðlilega breytingar á leikmannahópnum í sumar. Dean Huijsen, ungur miðvörður sem lék lykilhlutverk í vörninni og vakti gríðarlega athygli, var seldur til Real Madrid fyrir stórfé og vinstri bakvörðurinn Milos Kerkez fór til Liverpool eftir að hafa verið einn besti leikmaður tímabilsins í sinni stöðu. Bournemouth hafnaði þá háu tilboði frá PSG í miðvörðinn Illia Zabarnyi, en óvissa ríkir um hans framtíð. Til að bregðast við brottförum hefur félagið fengið Adrien Truffert frá Rennes til að fylla skarð Kerkez í bakverðinum og Djorde Petrovi? frá Chelsea sem nýjan aðalmarkvörð. Einnig er félagið sagt hafa áhuga á Josh Acheampong, ungum varnarmanni Chelsea, til að styrkja varnarleikinn enn frekar en það vantar klárlega aðeins meira til að styrkja liðið frekar, sérstaklega eftir að hafa misst Huijsen.



Með þriðja tímabil Iraola framundan er ljóst að Bournemouth ætlar sér að gera betur en bara að halda sér í deildinni. Taktísk nálgun hans byggir á mikilli pressu, skipulagi og hraða í sóknarleiknum og leikmenn virðast treysta aðferðafræðinni. Liðið hefur haldið í flesta sóknartengda lykilleikmenn sína þar á meðal Antoine Semenyo, sem skoraði ellefu mörk á síðasta tímabili og skrifaði undir nýjan samning til ársins 2030. Hann var orðaður við Tottenham en hélt tryggð við félagið. Justin Kluivert, sem átti líka sterkt tímabil, er enn hluti af hópnum og býr yfir hæfileikum til að opna varnir með einstaklingsframtaki. Aðrir leikmenn eins og Dango Ouattara og Evanilson tryggja dýpt í sóknarlínu liðsins. Þó að tveir lykilmenn hafi verið seldir er hópurinn áfram sterkur og spennandi. Ef allt gengur upp þá gæti Bournemouth ekki aðeins náð topp tíu, heldur jafnvel blandað sér í baráttuna um sæti í Evrópukeppni – eitthvað sem virtist óhugsandi fyrir nokkrum árum.

Stjórinn: Helsta ástæða þess að vera bjartsýnn sem stuðningsmaður Bournemouth er sú að stjóri liðsins er Andoni Iraola. Það var umdeild ákvörðun fyrir nokkrum árum þegar Gary O'Neil var látinn fara og Iraola var ráðinn. O'Neil hafði náð mjög fínum árangri og var einn af stjórum tímabilsins þegar hann var látinn fara. Þess vegna var það umdeilt, en eftir á hefur það verið býsna góð ákvörðun vegna þess að Iraola er gríðarlega spennandi stjóri. Hann er einn af mest spennandi stjórum ensku úrvalsdeildarinnar og stærri félög eru farin að horfa til hans. Eftir að hafa tekið við liðinu sumarið 2023 — án fyrri reynslu frá enskum fótbolta — byrjaði hann illa með sex töp og þrjú jafntefli í fyrstu níu leikjum sínum. En hann snéri taflinu við með ótrúlegum hætti og Bournemouth bætti met sitt yfir flest sig í deildinni það tímabilið með 48 stig. Í fyrra blandaði liðið sér svo í baráttu um Evrópusæti. Spilastíll Iraola byggir á mikilli pressu, djörfu varnarskipulagi og snörpum skyndisóknum, þar sem hann skiptir taktískt á milli 4?2?3?1 og 4?3?3 kerfa eftir aðstæðum. Bournemouth er meðal þeirra fremstu í deildinni þegar kemur að væntum mörkum (xG), og þeir vinna boltann oftar en flest önnur lið á síðustu þriðjungi vallarins. Fyrir utan völlinn er hann rólegur, hógvær og leggur áherslu á einingu og einfaldleika.

Leikmannaglugginn: Eins og áður kemur fram þá hefur Bournemouth misst tvo af sínum bestu mönnum og það er möguleiki á því að Zabarnyi sé einnig á förum þó svo að félagið vilji ekki selja hann. Það hljóta að koma fleiri leikmenn inn áður en glugginn lokar.

Komnir:
Djordje Petrovic frá Chelsea - 25 milljónir punda
Adrien Truffert frá Rennes - 11,4 milljónir punda
Neto frá Arsenal - Var á láni

Farnir:
Dean Huijsen til Real Madrid - 50 milljónir punda
Milos Kerkez til Liverpool - 40 milljónir punda
Mark Travers til Everton - 4 milljónir punda
Joe Rothwell til Rangers - Óuppgefið kaupverð
Max Aarons til Rangers - Á láni
Jaidon Anthony til Burnley - Óuppgefið kaupverð

Líklegt byrjunarlið


Þrír lykilmenn:
Illia Zabarnyi er stórkostlegur miðvörður sem myndaði eitt sterkasta miðvarðapar ensku úrvalsdeildarinnar með Dean Huijsen í fyrra. Það er alveg ástæða fyrir því að Evrópumeistarar PSG eru að reyna að sækja hann núna. Hann er mjög yfirvegaður og með frábærar staðsetningar. Hefur alla burði til að vera einn besti varnarmaður ensku deildarinnar.

Antoine Semenyo steig mjög upp á síðasta tímabili og það var afar sterkt hjá Bournemouth að ná að framlengja samningi við hann í sumar. Hann var orðaður við bæði Manchester United og Tottenham en skrifaði undir framlengingu á samningi sínum. Hann skoraði ellefu mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og ógnar með hraða sínum og krafti.



Justin Kluivert er með stórt eftirnafn í fótboltanum því faðir hans Patrick Kluivert var á sínum tíma stórkostlegur leikmaður. Lengi vel hefur það reynst erfitt fyrir Patrick að bera þetta eftirnafn en á síðasta tímabili fór hann að sýna hvað í honum býr. Hann skoraði nokkrar þrennur á síðasta tímabili og var öflugur á vítapunktinum. Hann er hraður og með mikla tækni, og er gríðarlega gaman að horfa á hann spila fótbolta.

Fylgist með: Milos Kerkez yfirgaf Bournemouth í sumar og fór til Liverpool en á síðasta tímabili var hann einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í stöðu vinstri bakvarðar. Í hans stað keypti félagið Adrien Truffert frá Rennes í Frakklandi og er honum ætlað að fylla í skarðið sem Kerkez skilur eftir sig. Truffert er 23 ára gamall og hefur spilað mikilvægt hlutverk fyrir Rennes síðustu ár, en frammistaða hans þar hefur skilað honum kalli í franska landsliðshópinn. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig Truffert mun skila þessu hlutverki og hvernig mun ganga hjá honum að fylla í þessi stóru fótspor. Bakvörðurinn hinum megin, Julián Araujo, var keyptur frá Barcelona síðasta sumar, og það er líka leikmaður til að fylgjast með en hann er virkilega skemmtilegur leikmaður.

Besta og versta mögulega niðurstaða: Það er erfitt að sjá það að Bournemouth muni vera í einhverri fallbaráttu þó liðinu sé spáð þessu sæti. Versta niðurstaðan er sú að þeir verði nálægt fallsvæðinu en þó ekki í mikilli fallbaráttu. Besta niðurstaðan er sú að liðið verði í Evrópubaráttu og nái að komast í Evrópukeppni fyrir næsta tímabil.

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir