fim 29. ágúst 2019 09:34
Magnús Már Einarsson
Dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag
Liverpool vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.
Liverpool vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Mörg stórlið eru í styrkleikaflokki tvö og útlit er fyrir marga áhugaverða leiki í riðlakeppninni.

Lið frá sama landi geta ekki dregist saman fyrr en í 8-liða úrslitum.

Úrslitaleikurinn að þessu sinni fer fram í Istanbul á Ataturk leikvanginum.

Styrkleikaflokkur 1: Barcelona, Manchester City, Juventus, Bayern Munchen, PSG, Zenit, Liverpool og Chelsea.

Styrkleikaflokkur 2: Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli, Shakthar Donetsk, Tottenham, Benfica og Ajax.

Styrkleikaflokkur 3: Bayer Leverkusen, Red Bull Salzburg, Valencia, Inter, Olympiakos, Lokomotiv Moskva, Lyon og Dinamo Zagreb.

Styrkleikaflokkur 4:Club Brugge, Slavia Prag, Red Star, Galatasaray, RB Leipzig, Atalanta, Lille og Genk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner