Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. september 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríska þjóðin geti ekki treyst á Pulisic
Christian Pulisic.
Christian Pulisic.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Christian Pulisic hefur átt erfiðan tíma upp á síðkastið. Hann er aðeins búinn að spila 155 mínútur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Hann hefur verið helsta vonarstjarna Bandaríkjanna í mörg ár núna og á hann að leiða liðið áfram á HM í Katar.

Pulisic átti ekki góðan landsleikjaglugga núna er Bandaríkin töpuðu 2-0 fyrir Japan og gerðu markalaust jafntefli við Sádí-Arabíu.

Eftir leikina er bandarískt fótboltaáhugafólk áhyggjufullt vegna Pulisic. Brian Dunseth, fyrrum landsliðsmaður, segir að 'Kafteinn Ameríka' eins og hann er kallaður sé ekki traustsins verður.

„Það er ekki hægt að treysta á Pulisic," segir Dunseth og bætir hann við að umræðan í kringum Pulisic sé á villigötum; hann sé ekki eins góður og fólk heldur. Hann sé góður leikmaður, en hann geti ekki verið aðalmaðurinn í liðinu.

Bandaríkin vonast til að eiga gott HM í vetur svo þeir geti byggt góðan grunn fyrir HM 2026 þar sem þau verða á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner