Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. september 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leggur til við Ronaldo að hætta í fótbolta
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Antonio Cassano, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, hefur lagt það til að Cristiano Ronaldo leggi skóna á hilluna.

Ronaldo er að verða 38 ára gamall og er líklega að upplifa sinn erfiðasta tíma á ferlinum.

Hann er bara varamaður hjá Manchester United og í Portúgal er hann að fá mikla gagnrýni. Ronaldo reyndi að komast frá Man Utd í sumar en það vildi enginn taka við honum og hans launapakka - það var félag í Sádí-Arabíu sem sýndi honum hvað mestan áhuga.

Ronaldo er ekki leikmaður sem hentar sérlega vel í nútímafótbolta þar sem hann vinnur ekki mikið fyrir liðið. Cassano segir að hann eigi að hætta núna.

„Cristiano ætti að gera sjálfum sér greiða og hætta. Hann er búinn að vinna allt og er búinn að vera ótrúlegur en núna er kominn tími á að setja skóna upp í hillu," sagði Cassano í hlaðvarpi á Ítalíu.

Ronaldo er klárlega einn besti fótboltamaður sögunnar og hefur átt magnaðan feril.
Athugasemdir
banner
banner
banner