Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 29. september 2022 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegast að England lendi í riðli með Íslandi
Ísland er í þriðja styrkleikaflokki.
Ísland er í þriðja styrkleikaflokki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM 2024 núna snemma í október.

Sjá einnig:
Svona verða styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni EM

Það er árangur í Þjóðadeildinni sem ræður því hvernig liðunum er raðað niður fyrir undankeppnina.

Það verður dregið í riðla í undankeppninni í Frankfurt þann 9. október næstkomandi, en lokakeppnin fer svo fram í Þýskalandi sumarið 2024.

Þau hjá We Global Football ákváðu að reikna það út hvernig líklegast yrði að riðlarnir myndu líta út. Þau létu tölvu draga í riðlana í 1000 mismunandi skipti.

Núna áðan voru þau að opinbera hvaða lið drógust oftast gegn Englandi, en þar var Ísland það lið sem dróst oftast gegn þeim úr þriðja styrkleikaflokki.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig líklegasti riðill Englendinga lítur út miðað við þessa útreikninga. Þetta væri virkilega áhugaverður riðill.


Athugasemdir
banner
banner