Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. september 2022 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pogba: Ég fylgdi hjartanu
Paul Pogba ásamt Leandro Bonucci
Paul Pogba ásamt Leandro Bonucci
Mynd: Getty Images

Paul Pogba leikmaður Juventus snéri aftur til Ítalíu í sumar eftir misheppnaða dvöl hjá Manchester United.


Pogba er bjartsýnn fyrir tímanum hjá Juventus sem er framundan.

„Ég segi að ég hafi fylgt hjartanu. Þetta var mögulega rétti tíminn til að koma aftur til Juventus. Meiðsli höfðu mikil áhrif á síðustu þrjú árin í Manchester. Þetta fór ekki eins og ég vildi," sagði Pogba í samtali við GQ.

„Kannski var þetta rétti tíminn til að hittast aftur og reyna að ná sætinu aftur sem tilheyrir okkur og byrja að vinna aftur."

Pogba meiddist áður en hann gekk til liðs við Juventus og hefur ekki enn spilað með liðinu. Hann á það á hættu að missa af HM í vetur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner