Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 29. október 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bára tekur við Augnabliki (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir mun taka við þjálfun kvennaliðs Augnabliks. Bára skrifar undir tveggja ára samning. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Knattspyrnudeildar Breiðabliks fyrr í dag.

Úr færslunni: „Kvennalið Augnabliks er venslalið Breiðabliks sem er skipað ungum leikmönnum sem flestar eru á 2. og 3.flokks aldri. Gaman er að geta þess að meðalaldur byrjunarliðs Augnabliks í sumar var í kringum 17 ár sem er mjög ungt lið samanborið við önnur í meistaraflokki á Íslandi. Liðið hefur leikið í Lengjudeildinni undanfarin tvö ár með góðum árangri og endaði árið 2020 í 5. sæti."

„Bára er uppalin Skagakona og lék stærstan hluta ferilsins með ÍA en lék einnig með Val um nokkurt skeið. Hún lék 4 leiki með U-16 ára landsliði Íslands en þurfti að hætta ung knattspyrnuiðkun vegna meiðsla."


Fyrr í dag greindi Vilhjálmur Kári Haraldsson frá því að hann væri að hættur í þjálfun. Hann hefur þjálfað lið Augnabliks undanfarin tvö ár.

„Fyrir 25 árum byrjaði ég að þjálfa 7.fl Breiðabliks. Hef ákveðið að segja þetta gott í þjálfun. Þakklátur fyrir tækifæri til að þróa ungt knattspyrnufólk," sagði Vilhjálmur á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner