Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. október 2020 21:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Rúnar Alex hélt hreinu í öruggum sigri - Albert skoraði tvö
PAOK hélt hreinu á Spáni
Rúnar Alex með boltann.
Rúnar Alex með boltann.
Mynd: Getty Images
Albert fagnar seinna marki sínu í kvöld.
Albert fagnar seinna marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Kvöldið var eftirminnilegt fyrir í það minnsta tvo Íslendinga. Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Arsenal og hélt hreinu í sinum fyrsta leik fyrir félagið. Albert Guðmundsson skoraði þá tvö mörk fyrir AZ Alkmaar sem vann stórsigur. Þriðji Íslendingurinn, Sverrir Ingi Ingason, hélt svo hreinu í vörn PAOK gegn spænska liðinu Granada á útivelli.

Arsenal vann 3-0 sigur á Dundalk á heimavelli. Það voru þeir Eddie Nketiah, Joe Willock og NIcolas Pepe sem skoruðu mörkin. AZ vann 4-1 sigur á Rijeka á heimavelli. Albert skoraði 2. og 4. mark liðsins. Hann lék fyrstu 88 mínútur leiksins.

Benfica vann öruggan sigur á Standard Liege, Molde vann Rapid Vín og PSV vann endurkomusigur á Omonia. Alls fóru tólf leikir fram í þessu seinna holli Evrópudeildarinnar þennan fimmtudaginn. Úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Úrslit úr fyrra holli:
Tottenham tapaði gegn Antwerp - Dalot skoraði og lagði upp

Riðill A
Roma 0 - 0 CSKA Sofia

Cluj 1 - 1 Young Boys
1-0 Mario Rondon ('62 )
1-1 Christian Fassnacht ('69 )

Riðill B
Arsenal 3 - 0 Dundalk
1-0 Edward Nketiah ('42 )
2-0 Joseph Willock ('44 )
3-0 Nicolas Pepe ('46 )

Molde 1 - 0 Rapid
1-0 Ohi Omoijuanfo ('65 )

Riðill C
Slavia Praha 1 - 0 Bayer
1-0 Peter Olayinka ('80 )
Rautt spjald: Karim Bellarabi, Bayer ('22)

Nice 1 - 0 Hapoel Beer Sheva
1-0 Amine Gouiri ('23 )

Riðill D
Benfica 3 - 0 Standard
1-0 Pizzi ('49 , víti)
2-0 Luca Waldschmidt ('66 , víti)
3-0 Pizzi ('76 )

Rangers 1 - 0 Lech
1-0 Alfredo Morelos ('68 )

Riðill E
Granada CF 0 - 0 PAOK

Omonia 1 - 2 PSV
1-0 Jordi Gomez ('29 )
1-1 Donyell Malen ('40 )
1-2 Donyell Malen ('90 )

Riðill F
AZ 4 - 1 Rijeka
1-0 Teun Koopmeiners ('6 , víti)
2-0 Albert Gudmundsson ('20 )
3-0 Jesper Karlsson ('51 )
4-0 Albert Gudmundsson ('60 )
4-1 Sandro Kulenovic ('72 )

Real Sociedad 0 - 1 Napoli
0-1 Matteo Politano ('56 )
Rautt spjald: Victor Osimhen, Napoli ('90)
Athugasemdir
banner
banner