Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. nóvember 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland færi beint á EM ef undankeppnin kláraðist núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í annan endann á undankeppni kvenna fyrir Evrópumótið 2022 í Englandi.

Ísland á eftir einn leik; gegn Ungverjalandi ytra næstkomandi þriðjudag. Ísland er öruggt með annað sætið í sínum riðli en á samt sem áður enn möguleika á að komast beint á mótið.

Þrjú lið með bestan árangur í öðru sæti fara beint á mótið. Hin sex liðin fara í umspil.

Svíþjóð er búið að vinna riðilinn okkar og komið á mótið, en við erum sem stendur í öðru sæti yfir liðin með bestan árangur í öðru sæti. Ef undankeppninni myndi ljúka núna, þá færum við beint á mótið.

Ítalía og Portúgal, sem eru í öðru sæti í sínum riðlum, eiga hins vegar leiki inni. Ef Portúgal vinnur tvo síðustu leiki sína og Ísland vinnur Ungverjaland, þá enda liðin með jafnmörg stig. Ísland er hins vegar með mun betri markatölu eins og staðan er núna. Ísland er með 19+ en Portúgal 6+.

Ítalía á eftir að mæta Ísrael og Danmörku í sínum riðli. Liðið mætir Danmörku í vikunni, en ekki er vitað hvenær leikurinn við Ísrael fer fram. Hann átti að fara í september, en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Ísland er með jafnmörg stig og Austurríki í baráttunni, en með betri markatölu. Það munar aðeins einu marki og það mun allt ráðast í lokaleikjunum. Ísland þarf að vinna Ungverjaland og helst með góðum mun til að fara beint á mótið.
Athugasemdir
banner
banner