Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. nóvember 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe og Haaland efstir á lista hjá Real Madrid
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er tilbúinn og er ýmislegt áhugavert að frétta. Það er rétt rúmur mánuður í að janúarglugginn opni og verður áhugavert að fylgjast með hvað gerist þar.


Arsenal er reiðubúið til að selja Nicolas Pepe, 25 ára kantmann, fyrir rétt verð. Pepe kostaði um 80 milljónir evra þegar hann gekk í raðir Arsenal í fyrra. (Daily Star)

Man Utd fylgist með samningsmálum Jonny Evans, 32, hjá Leicester. Rauðu djöflarnir gætu reynt að fá hann frítt fyrir næstu leiktíð. (Sun)

Fernandinho, 35 ára miðjumaður Manchester City, býst ekki við að fá nýjan samning. Hann verður frjáls ferða sinna næsta sumar. (Mirror)

Kylian Mbappe, 21, er efstur á lista hjá Real Madrid. Erling Braut Haaland, 20, er næstur á listanum. (AS)

Gerard Pique, 33, vonast til þess að Barcelona takist að semja við jafnaldra sinn Lionel Messi fyrir næsta sumar. (ESPN)

Giuseppe Marotta segir líklegt að Christian Eriksen, 28, fái að yfirgefa Inter í sumar. Juventus hefur áhuga á danska landsliðsmanninum. (Sky Sports)

Umboðsmaður Philippe Coutinho segir leikmanninn ekki hafa áhuga á að yfirgefa Barcelona þrátt fyrir áhuga frá Juventus. (Mundo Deportivo)

Julen Lopetegui er efstur á lista til að taka við Leeds United ef Marcelo Bielsa skildi yfirgefa félagið. (Sun)

Lautaro Martinez, 23 ára sóknarmaður, vill yfirgefa Inter. Ofurumboðsmaðurinn Jorge Mendes sér um skiptin. (Marca)

Man City, Barcelona og Real Madrid hafa öll áhuga á Lautaro Martinez. (Mirror)

Umboðsmaður Domenico Berardi, 26, segir framherjann vera 50 milljón evra virði. Berardi líður vel hjá Sassuolo og er hann ekki í leit að nýju félagi. (Football Italia)

Það eru sex aðilar sem hafa áhuga á að kaupa West Bromwich Albion. Guochuan Lai, núverandi eigandi félagsins, vill 150 milljónir punda en ólíklegt er að einhver sé reiðubúinn til að greiða svo háa upphæð. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner