Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. nóvember 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mótmælin: Stuðningsmenn Celtic vilja sjá Lennon fjúka
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Celtic eru brjálaðir og vilja láta reka Neil Lennon frá félaginu eftir herfilega byrjun á nýju tímabili. Þeir mættu fyrir utan leikvang Celtic er liðið tapaði óvænt 0-2 fyrir Ross County í dag og var þar með slegið úr deildabikarnum.

Rangers er komið áfram í næstu umferð auk þess að vera með ellefu stiga forystu í toppbaráttu skosku deildarinnar, en Celtic á tvo leiki til góða þar.

„Hvað get ég sagt? Stuðningsmenn eiga rétt á sinni skoðun. Þeir eru búnir að vera með mikil læti hérna fyrir utan. Það skiptir engu máli hvað ég segi, eina sem ég get gert er að snúa gengi liðsins við með jákvæðum úrslitum. Það er eina leiðin til að vinna þessa stuðningsmenn aftur á mitt band," sagði Lennon eftir tapið.

Celtic hefur unnið skosku deildina á hverju ári síðan 2012 en nú gæti röðin verið komin aftur að Rangers, sem hefur verið að gera gríðarlega vel eftir að Steven Gerrard tók við.

Auk slæms gengis í Skotlandi hefur Celtic ekki gengið vel í Evrópu, þar sem liðið er aðeins með eitt stig eftir fjórar umferðir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. AC Milan, Lille og Sparta Prag berjast um toppsætin.



Athugasemdir
banner
banner
banner