Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. nóvember 2020 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Hertha Berlin náði jafntefli gegn Leverkusen
Quaison gerði eina mark Mainz.
Quaison gerði eina mark Mainz.
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu leikjum níundu umferðar þýska deildartímabilsins er lokið.

Þar gerði Bayer Leverkusen markalaust jafntefli við Hertha Berlin þrátt fyrir yfirburði á köflum.

Gestirnir frá Berlín vörðust vel og náðu í erfitt stig. Leverkusen er í þriðja sæti eftir jafnteflið, þremur stigum eftir toppliði FC Bayern. Hertha er í neðri hlutanum, með 8 stig eftir 9 umferðir.

Þá gerði Mainz jafntefli við Hoffenheim í jöfnum leik. Sænski framherjinn Robin Quaison gerði eina markð í fyrri hálfleik og kom Mainz yfir.

Ihlas Bebou jafnaði fyrir Hoffenheim og fékk Dennis Geiger svo að líta rauða spjaldið á lokakaflanum.

Það sakaði þó ekki og urðu lokatölur 1-1. Mainz er aðeins með fimm stig eftir níu umferðir. Hoffenheim er með níu stig.

Leverkusen 0 - 0 Hertha Berlin

Mainz 1 - 1 Hoffenheim

1-0 Robin Quaison ('33)
1-1 Ihlas Bebou ('62)
Rautt spjald: Dennis Geiger, Hoffenheim ('80)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner