Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. nóvember 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Carrick og Phelan verða áfram í þjálfarateymi Man Utd
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: EPA
Michael Carrick verður áfram í þjálfarateymi Manchester United og mun aðstoða Ralf Rangnick. Þetta fullyrðir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano á Twitter.

Carrick hefur stýrt United í síðustu tveimur leikjum, eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn.

United staðfesti í dag að Ralf Rangnick hafi verið ráðinn stjóri liðsins út tímabilið.

Rangnick, sem er 63 ára, hefur ekki fengið atvinnuleyfi í Bretlandi en Carrick heldur áfram utan um þjálfun liðsins þar til leyfið verður staðfest. Mögulega verður Carrick með stjórnartaumana gegn Arsenal á fimmtudaginn.

Carrick og Mike Phelan voru nánustu aðstoðarmenn Solskjær og eru áfram í þjálfarateymi félagsins undir Rangnick.

Einhverjar breytingar verða þó á teyminu og búast má við því að Rangnick taki inn einhverja af sínum nánustu aðstoðarmönnum í gegnum tíðina.

Rangnick yfirgefur Lokomotiv Moskvu þar sem hann var yfirmaður fótboltamála. United þakkar rússneska félaginu sérstaklega í yfirlýsingu sinni en Romano segir að félagið hafi ekki þurft að borga því bætur.


Athugasemdir
banner
banner
banner