Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. nóvember 2021 21:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Finnst það auðvitað glatað en ég er ekki dómbær á ástæður"
Icelandair
Glódís.
Glódís.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn.
Landsliðsþjálfarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir átti virkilega góðan leik í vörn íslenska liðsins í kvöld. Íslenska liðið hélt hreinu gegn því japanska og skoraði tvö mörk.

Glódís átti frábæra sendingu á Sveindísi Jane Jónsdóttur í seinna marki íslenska liðsins. Glódís fékk boltann í öftustu línu og þrumaði boltanum í hlaupaleiðina hjá Sveindísi á hægri kantinum.

Lestu um leikinn: Japan 0 -  2 Ísland

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var spurður út í mörkin á fréttamannafundi eftir leikinn.

Sjá einnig:
Besti leikur liðsins undir stjórn Steina - „Gríðarlega sterkt"

„Seinna markið var eitthvað sem við vorum búin að leggja upp með, að við þyftum að fá sendingar á bakvið línu á móti þeim, taka hlaupin þegar þær voru svona hátt uppi með liðið og það heppnaðist í þetta skiptið," sagði Steini.

Talandi um sendinguna bakvið línuna, hún var allt í lagi.

„Sendingin var frábær."

Glódís er leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi og hefur leikið stórt hlutverk hjá þessu besta liði Þýskalands. Á dögunum, í stórleikjum sem fóru fram þann 10. og 13. nóvember, var hún þó sett á bekkinn. Báðir leikirnir töpuðust og Glódís kom inn sem varamaður í leiknum á eftir og byrjaði síðasta deildarleik. Fréttaritari spurði Steina aðeins út í þetta.

Hvað finnst þér um að hún hafi verið sett á bekkinn hjá Bayern núna á dögunum?

„Mér finnst það auðvitað glatað en ég er ekki dómbær á ástæður og svoleiðis. Ég veit ekki ástæðurnar og það er eitthvað sem ég kem ekki nálægt. Auðvitað er það ekki það besta en leikmaður getur alveg verið á bekknum í 2-3 leiki og samt sem áður verið frábær í framhaldinu," sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner
banner