Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. nóvember 2021 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini: Þú ætlar í alvörunni að spyrja að þessu?
Icelandair
Af landsliðsæfingu í gær.
Af landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hér er allavega ekki verið að tilkynna byrjunarliðið.
Hér er allavega ekki verið að tilkynna byrjunarliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ætlaru í alvörunni að spyrja að þessu
Ætlaru í alvörunni að spyrja að þessu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Cecilía í markinu?
Cecilía í markinu?
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ísland mætir Kýpur á Kýpur annað kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni HM. Ísland vann fyrri leik liðanna 5-0 á Laugardalsvelli í október.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Alltaf jákvætt þegar við sjáum framfarir og bætingu
Hvernig er staðan á hópnum?

„Það eru allar heilar þannig við höfum úr öllum hópnum að velja fyrir morgundaginn."

Frábær leikur á móti liðinu á móti Japan, er það auka hausverkur fyrir þennan leik?

„Bara jákvætt, það er alltaf jákvætt þegar við erum að spila vel og við sjáum framfarir og bætingu á liðinu. Það er engin spurning að það er mjög gott að upplifa það. Það hjálpar okkur í þessu verkefni þar sem leikurinn á morgun er mikilvægi leikurinn í verkefninu sem slíkur. Hann skilur eftir sig stig og áþreifanlegan árangur."

Alltaf með sterkt lið
Ertu að fara stilla upp þínu sterkasta liði á morgun?

„Ég er ekki búinn að tilkynna byrjunarliðið, það verður gert eftir æfinguna í dag. Við stillum upp sterku liði, það skiptir svo sem ekki máli hverjar af þeim spila, við erum alltaf með sterkt lið."

Allir skilji mikilvægi leiksins
Verður erfitt að mótivera liðið fyrir leikinn?

„Nei, ég held að allir skilji mikilvægi leiksins. Ég óttast ekki að við þurfum að vera með einhverja spes mótiveringu eða spes aðferðir til að koma þeim í gang. Ég held að það skilji allir að þessi leikur er eins mikilvægur og allir aðrir."

Verður þetta eitthvað öðruvísi en heimaleikurinn gegn Kýpur?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Þær verða þéttar, skipulagðar og liggja lágt niðri - ég hef enga trú á öðru. Við þurfum að leysa þá hluti, komast á bakvið þær og búa til færi. Við þurfum að stýra leiknum vel, vera góðar á boltanum og góðar að pressa þegar við töpum boltanum."

Jákvætt að eitt stig dó á laugardag
Breytir jafntefli Tékklands og Hollands á laugardag einhverju varðandi það hvernig þið horfið á riðilinn?

„Nei, það breytir raunverulega engu. Ég er búinn að segja það oft að við viljum vera í bílstjórasætinu og stjórna raunverulega okkar árangri algjörlega, hversu langt við komumst."

„Við erum ennþá í þeirri stöðu að ef við gerum okkar vel þá endum við í góðu sæti. Úrslitin í sjálfu sér breyttu engu en það er alltaf gott þegar lið eru að tapa stigum, hvort sem það er Holland eða Tékkland. Það er jákvætt að það dó eitt stig í þeim leik."


Var eitthvað í þessum leik á laugardag sem þú telur að geta nýst íslenska liðinu á móti Hollandi?

„Við sáum reyndar bara fyrri hálfleikinn, ég er ekki búinn að horfa á leikinn. Það var lokað á okkur þannig við sáum ekki meira. Ég er búinn að horfa á stóran hluta af fyrri hálfleik en að öðru leyti hef ég ekki gefið mér tíma til að horfa leikinn og ekkert farinn að stúdera hann."

Ætla ekki að tilkynna ykkur það fyrst
Fréttaritari ætlaði sér að reyna veiða upplýsingar upp úr Steina og spurði hvort hann gæti sagt fréttamönnum hvaða leikmaður yrði í markinu?

„Þú ætlar í alvörunni að spyrja að þessu? Ég er ekki búinn að velja byrjunarliðið, ég er ekki búinn að tilkynna það og ég ætla ekki að tilkynna ykkur það fyrst," sagði Steini og brosti að lokum.

Það má geta þess að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem fréttaritari spyr Steina þessarar spurningar, erfiður.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner