Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. nóvember 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Uppáhaldsleikurinn á tímabilinu - „Pottþétt áhugi fyrir þessu á Íslandi"
Á landsliðsæfingu í haust
Á landsliðsæfingu í haust
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín raðaði inn mörkum með Piteå
Hlín raðaði inn mörkum með Piteå
Mynd: Piteå
Amanda og Emelía
Amanda og Emelía
Mynd: Kristianstad
„Ég er allavega ekki óánægð með tímabilið. Mér finnst ég persónulega hafa getuna í að gera enn meira, skora enn fleiri mörk. Í Piteå er fullt af frábærum leikmönnum og við hefðum alveg getað endað ofar. Ég get ekki sagt að ég sé ósátt, sérstaklega ef ég ber það saman við tímabilið á undan," sagði Hlín Eiríksdóttir sem gekk í raðir Kristianstad fyrr í þessum mánuði.

Hlín átti virkilega gott tímabil með Piteå, skoraði ellefu mörk í 26 leikjum eftir að hafa ekki skorað á fyrra tímabili sínu í Svíþjóð. Þá glímdi Hlín mikið við meiðsli en hefur náð sér alveg góðri af þeim og vann sér aftur sæti í landsliðshópnum. Piteå endaði í sjöunda sæti á nýliðnu tímabili eftir að hafa verið í ellefta sæti 2021.

Hver er lykillinn að þessum markafjölda?

„Ég veit það ekki. Liðið skoraði fleiri mörk heldur en t.d. í fyrra. Ég sem framherji er í því hlutverki að skora. Mér finnst ég alveg fín í því að klára færi."

Hlín var vítaskytta liðsins og skoraði nokkur mörk af vítapunktinum. „Ég tók eitt víti og eftir það fékk ég að taka vítin."

Setti þrennu í miðnæturleiknum
Klukkan 23:00 þann 13. júní hófst viðureign Piteå og Djurgården. Það er bjart allan sólarhringinn á þeim árstíma í Norður-Svíþjóð eins og á Íslandi. Hlín gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk leiksins.

„Það var geggjað, minn uppáhaldsleikur á tímabilinu. Það var mjög sérstök upplifun, ég hef ekki spilað seinna en klukkan átta áður. Þetta var leikur eins og allir aðrir leikir, snerist um miðnætursólina. Það var engin sól, en þó bjart alla nóttina eins og við þekkjum á Íslandi. Þetta var mjög skemmtilegt."

„Ég hefði ekkert á móti því að spila fleiri svona leiki, ég held að Piteå ætli að gera þetta aftur á næsta ári. Kannski verður þetta Piteå - Kristianstad á næsta tímabili. Ég held að það væri pottþétt áhugi fyrir þessu á Íslandi. Mér finnst eins og Íslendingar séu meira vakandi yfir höfuð á þessum tíma á sumrin heldur en Svíar, það býr mikið af eldra fólki í Norður-Svíþjóð,"
sagði Hlín og brosti. „Það gæti verið sniðugt á Íslandi að prófa þetta."

Held ég sé alltaf velkomin í Val
Hlín er uppalin hjá Val. Hafði félagið áhuga á að fá Hlín í sínar raðir þegar hún var að skipta um lið.

„Ég vona að þau hafi alltaf áhuga á mér, ég held að ég sé alltaf velkomin þangað þegar ég vil. Auðvitað væri það gaman, ég veit alveg að mér líður vel í Val. Þær eru með spennandi hluti framundan líka."

Mjög spennandi leikmenn
Hjá Kristianstad hittir Hlín fyrir þær Amöndu Andradóttur og Emelíu Óskarsdóttur.

„Mér líst mjög vel á það, þekkir hvoruga þeirra mjög mikið þannig ég fæ vonandi að kynnast þeim vel núna. Þær eru báðar mjög spennandi leikmenn," sagði Hlín.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Hún er þar einnig spurð út í íslenska landsliðið.

Sjá einnig:
Hefði verið mjög erfitt að hafna Betu - „Langar að vinna sænsku deildina"
Hefði verið mjög erfitt að hafna Betu - „Langar að vinna sænsku deildina"
Athugasemdir
banner
banner
banner