Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 29. nóvember 2023 14:21
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Hlín á æfingu Íslands í morgun.
Hlín á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í Cardiff.
Frá æfingunni í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við gerum okkur alveg grein fyrir því að allir leikir í Þjóðadeildinni eru mjög mikilvægir fyrir okkur. Bæði upp á stigasöfnun og framhaldið í A-deild. Líka upp á okkar vegferð sem lið, að ná góðri frammistöðu og bæta okkur," sagði Hlín Eiríksdóttir landsliðskona Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Cardiff í morgun.

Framundan er leikur gegn Wales í Þjóðadeild UEFA sem fer fram á föstudagskvöldið hér í Cardiff. Stig tryggir Íslandi umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

„Auðvitað gerum við okkur allar grein fyrir því en leikurinn á móti Wales er að einhverju leiti extra mikilvægur upp á stigin í riðlinum. Við vitum alveg að það erum við og þær sem erum að berjast í 3. og 4. sæti riðilsins," sagði hún.

Hvernig heldurðu að leikurinn verði?

„Ég held að þetta verði mikill líkamlegur barningur. Þær eru mjög harðar af sér og fastar fyrir en við erum það líka. Síðast þegar við mættum þeim fannst mér leikurinn vera þannig. Mikið direct spil frá báðum og ég held þetta verði þannig, harka og við þurfum að mæta klárar."

Heldurðu að þetta verði nánast slagsmál?

„Ég segi það nú ekki en vonandi náum við að spila góðan fótbolta líka."
Athugasemdir
banner