Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   mið 29. nóvember 2023 14:21
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Hlín á æfingu Íslands í morgun.
Hlín á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í Cardiff.
Frá æfingunni í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við gerum okkur alveg grein fyrir því að allir leikir í Þjóðadeildinni eru mjög mikilvægir fyrir okkur. Bæði upp á stigasöfnun og framhaldið í A-deild. Líka upp á okkar vegferð sem lið, að ná góðri frammistöðu og bæta okkur," sagði Hlín Eiríksdóttir landsliðskona Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Cardiff í morgun.

Framundan er leikur gegn Wales í Þjóðadeild UEFA sem fer fram á föstudagskvöldið hér í Cardiff. Stig tryggir Íslandi umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

„Auðvitað gerum við okkur allar grein fyrir því en leikurinn á móti Wales er að einhverju leiti extra mikilvægur upp á stigin í riðlinum. Við vitum alveg að það erum við og þær sem erum að berjast í 3. og 4. sæti riðilsins," sagði hún.

Hvernig heldurðu að leikurinn verði?

„Ég held að þetta verði mikill líkamlegur barningur. Þær eru mjög harðar af sér og fastar fyrir en við erum það líka. Síðast þegar við mættum þeim fannst mér leikurinn vera þannig. Mikið direct spil frá báðum og ég held þetta verði þannig, harka og við þurfum að mæta klárar."

Heldurðu að þetta verði nánast slagsmál?

„Ég segi það nú ekki en vonandi náum við að spila góðan fótbolta líka."
Athugasemdir
banner