Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   mið 29. nóvember 2023 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Klæmint sárt saknað en Jason tilbúinn að fylla skarðið - „Eitthvað sem mun gerast í framtíðinni“
Jason Daði Svanþórsson spilaði níu gegn Stjörnunni í Bose-mótinu á dögunum og skoraði þrennu
Jason Daði Svanþórsson spilaði níu gegn Stjörnunni í Bose-mótinu á dögunum og skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klæmint skoraði þrettán mörk í öllum keppnum með Blikum, þar af þrjú Evrópumörk
Klæmint skoraði þrettán mörk í öllum keppnum með Blikum, þar af þrjú Evrópumörk
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jason Daði Svanþórsson er klár í að fylla skarð Klæmint Olsen sem fremsti maður hjá Breiðabliki, en þetta er staða sem mun hann spila meira í framtíðinni. Þetta sagði Halldór Árnason, þjálfari Blika, fyrir leikinn gegn Maccabi Tel Aviv á blaðamannafundi í dag.

Klæmint yfirgaf Blika fyrr í þessum mánuði er lánssamningur hans við félagið rann út.

Hann skoraði 13 mörk í öllum keppnum með Blikum, þar af þrjú Evrópumörk.

Er hlutverkið hjá fremstu mönnum breytt eftir að Klæmint fór frá félaginu?

„Já, Klæmint verið svona 'power' nía. Öflugur í loftinu, tekið boltann niður, slegist um hann og þannig fært liðið upp. Við höfum þetta aðeins breytt, Kiddi verið að spila falska níu eins og hann gerir best og það gefur okkur helling þar í að halda boltanum. Davíð hefur farið aðeins framar og spilað á kantinum, en líka gert vel í að hlaupa aftur i varnir og verið mjög 'direct'. Hann hefur staðið sig hrikalega vel og verið mikið vopn í okkar sóknarleik í síðustu leikjum.“

„Auðvitað er Klæmint öðruvísi týpa af leikmanni en við höfum. Við söknum hans í hópnum, sem persónu og leikmanns. Það verða tilfæringar, en ekkert stórar breytingar þannig lagað,“
sagði Halldór á blaðamannafundinum.

Jason Daði hefur komið sterkur inn. Hann skoraði tvö mörk á móti Gent í síðasta leik Blika í Sambandsdeildinni og spilaði þá sem fremsti maður á móti Stjörnunni í Bose-mótinu. Er möguleiki að hann taki að sér þetta hlutverk í framtíðini?

„Það er klárlega möguleiki og eitthvað sem mun gerast hjá Jasoni í framtíðinni að hann verði meiri ógn centralt á vellinum. Sjáum til á morgun hvernig það verður, en í Stjörnuleiknum spilaði hann í níunni og stóð sig vel, en hann getur fleiri stöður en á kantinum,“ sagði Halldór ennfremur.

Blikar mæta Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvell klukkan 13:00 á morgun, en leikurinn átti upphaflega að fara fram á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner