Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   mið 29. nóvember 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Draumur að spila á Kópavogsvelli og hentar Maccabi líka betur
Halldór Árnason - Dóri
Halldór Árnason - Dóri
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson.
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur í leiknum gegn Gent á Laugardalsvelli.
Höskuldur í leiknum gegn Gent á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Marki gegn Gent fagnað.
Marki gegn Gent fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Spilað á Kópavogsvelli.
Spilað á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geta tekið viðhorfið með sér í komandi leik.
Geta tekið viðhorfið með sér í komandi leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ætla sér að taka stig úr leiknum á morgun.
Ætla sér að taka stig úr leiknum á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson sátu fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 13:00 á morgun en upphaflega átti leikurinn að fara fram á Laugardalsvelli og átti að flauta til leiks klukkan 20:00.

Draumur að fá einn leik á Kópavogsvelli
„Það er auðvitað draumur að fá að spila einn leik á Kópavogsvelli í þessari riðlakeppni, tökum því auðvitað fagnandi. Leiktíminn gerir kannski okkar fólki erfitt fyrir að mæta og fylla völlinn, og lítill fyrirvari til að undirbúa það sem þurfti að gera og að annað. En frábært að fá einn leik á Kópavogsvelli," sagði Dóri.

Fyrirliðinn tók undir með þjálfaranum.

„Þetta er bara af hinu góða, það kom enn meiri spenningur, gaman og við fögnum því að spila á okkar heimavelli. Okkur líður vel á þessum velli, okkur líður ágætlega á Laugardalsvelli, en það er extra sæt tilfinning að vera hér á Kópavogsvelli. Ég hef enga sérstaka skoðun á leiktímanum. Það eina sem er leiðinlegt er ef í einhverjum tilfellum fólk kemst ekki á leikinn vegna vinnu eða skóla. Það er þá bara smá fórnarkostnaður."

Kom á óvart að leikurinn var færður
Reyndu Blikar að fá leiknum fært?

„Ég held ekki, held þetta hafi verið alfarið ákvörðun UEFA," sagði Dóri.

Kom á óvart að leikurinn var settur klukkan 13:00, færður fram í tímann frekar en aftur í tímann eins og oftast er venjan.

„Ég var ekkert að spá í þetta þannig lagað. Við höfum verið með hausinn á Laugardalsvelli klukkan 20 á fimmtudegi þangað til þessar fréttir berast í gær. Leiktíminn tekur mið á því að flóðljósin eru ekki nógu sterk. En við æfðum hérna í gærkvöldi og þetta lýsir upp hálfan Kópavoginn... Í fullkomnum heimi hefðum við spilað annað kvöld undir ljósunum. Það sem kom á óvart var að þessi leikur skyldi vera færður hingað yfir höfuð. Við fengum bara fréttir af því í gær," sagði þjálfarinn.

Leikmenn vanir að æfa í hádeginu
Líkamsklukka leikmanna virkar á ákveðinn hátt. Ætlar Dóri að láta leikmenn vakna eldsnemma?

„Nei. Við höfum æft í hádeginu áður og ég held menn kunni að undirbúa sig fyrir það, þetta er ekki ólíkt því. Við æfum á eftir, sem er kannski svolítið nálægt leik, en það verður lauflétt æfing og svo bara hugsa menn hefðbundið um sig - ég hef engar áhyggjur af öðru en að menn mæti hérna vel klárir í hádeginu á morgun," sagði Dóri.

Haldið sér gangi með leikjum í Bose-mótinu
Staðan á hópnum er góð, allir eru klárir nema Patrik Johannesen sem meiddist illa í maí.

„Menn hafa æft vel, eru í fínu standi. Við höfum haldið leikæfingunni gangandi með Bose-leikjum. Hópurinn er í fínu standi," sagði Dóri.

Einbeitingin er á leiknum sjálfum
Ástandið í Ísrael og Palestínu er á marga vörum og hefur meðal annars verið kallað eftir þvi að Breiðablik mæti hreinlega ekki til leiks. Er umræðan í aðdraganda leiksins um annað en leikinn sjálfan óþægileg?

„Ég er bara að pæla í því sem gerist inn á vellinum, er ráðinn í það að vera með eitthvað plan á þessum 90 mínútum sem leikurinn fer fram. Ég ætla ekki að tjá mig meira um það sem gerist þess fyrir utan og reyna spá sem minnst í það. Fyrir okkur er þetta bara fótboltaleikur og hefðbundinn undirbúningur fyrir hann," sagði þjálfarinn.

Höskuldur, sem fyrirliði og leikmaður, eruði að hugsa um þetta?

„Maður er mennskur og tekur eftir umræðunni, en eins og Dóri segir og ég tek undir það, þá reynum við að einblína á það sem við höfum tök á. Það er þessi leikur, þessi 90 mínútna viðburður á morgun. Þangað leitar fókusinn okkar."

Hentar Maccabi líka betur að spila á Kópavogsvelli á morgun
Mbl.is greindi frá því að forsvarmsenn Maccabi væru ósáttir með að leikurinn fari fram á gervigrasi. Er það, að leikurinn fari fram á gervigrasi, eitthvað sem Blikar ættu að geta nýtt sér?

„Okkur líður vel hérna á heimavelli, á sléttum velli. Við höfum undirbúið okkur síðustu vikur undir leik á frosnu grasvelli. Auðvitað á þetta að geta hjálpað okkur, en þetta hjálpar leiknum í heild sinni, þeir eru líka með gott fótboltalið og þó að þeir hafi verið ósáttir þá hentar þeim betur að spila á Kópavogsvelli heldur en á Laugardalsvelli eins og hann er í lok nóvember," sagði Dóri.

Þurfa að vera hugrakkir með boltann
Hvað í fyrri leiknum fór úrskeiðis og hverju viltu breyta?

„Eins og oft er á móti sterkum andstæðingum þá er refsað fyrir hver einustu mistök. Það var ekki slæmur leikur. Við byrjuðum hann vel, en svo kemur vondur kafli þar sem við lendum 3-0 undir og brekkan er mikil. Heildarmyndin var ágæt, við fengum góða sénsa á að skora fleiri mörk, fengum góð upphlaup og á köflum áttum við góðar sóknir þar sem við spiluðum í gegnum þá. Við aðlögum aðeins pressuna okkar, en sérstaklega verandi komnir á Kópavogsvöll, þurfum við að vera hugrakkir á boltann og þora að spila í gegnum þá," sagði Dóri.

Ætla sér að ná í stig
Hvernig er möguleikinn á að ná í fyrstu stigin eða fyrsta stigið á morgun?

„Við förum í alla þessi leiki til að reyna gera eitthvað, ná úrslitum. Það má færa sterk rök fyrir því að við höfum verið nálægt því í öll skiptin nema í Belgíu. Við förum brattir inn í þennan leik og ætlum okkur að reyna ná í góð úrslit," sagði Dóri.

Geta tekið hugarfarið með sér í leikinn á morgun
Er eitthvað sem þið getið tekið úr síðasta leik í Sambandsdeildinni?

„Klárlega. Auðvitað var völlurinn mjög krefjandi í þeim leik. Gent spilaði með þriggja manna varnarlínu en Maccabi er með fjóra. Þetta raðast ekki alveg eins. En það er kannski hugarfarið sem við getum tekið með okkur, við byrjuðum á agresífri pressu og náðum að halda út nokkuð lengi. Við spiluðum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, okkar fótbolta, áttum góðar sóknir og menn sáu að gegn svona sterkum andstæðingi gátum við spilað góðan leik, sagði Dóri.

Sýndu besta viðhorfið til þessa
Höskuldur, var hugarfarið eitthvað öðruvísi í þeim leik en í leiknum á undan?

„Nei, en mér fannst þetta vera besta frammistaðan okkar og við sýndum besta viðhorfið til þessa - að því leyti að menn voru virkilega með eldmóð innra með sér. Það voru ýmis atriði sem farið var yfir og við vildum skerpa á, mér fannst það að langstærstum kafla ganga upp. Ef horft er í tölfræði, xG og heilt yfir varnarleikinn, þá fannst mér framfaraskref í þeim leik. Svo má deila um vítaspyrnuna og eitthvað sem við fengum leiðinlegt á móti okkur. Við getum klárlega byggt ofan á þá frammistöðuna og það viðhorf sem við mættum með inn í þann leik."

Aðstæðurnar nýttust Blikum betur en belgíska liðinu
Var hættulegt að spila á Laugardalsvelli gegn Gent?

„Mér fannst aðstæðurnar nýtast okkur heilt yfir og leikurinn var skemmtilegur. Ég upplifði aldrei neina sérstaka hættu. Að því sögðu meiddist einn leikmaður illa hjá þeim. Vesenið held ég að hafi verið að pulsan góða var tekin af nokkuð snemma og völlurinn var alveg smá krapaður og hélaður völlurinn. Út við kantana var þetta orðið helvíti sleipt og ég viðurkenni það alveg að það hefur verið auðveldara að taka hornspyrnur, maður treysti sér ekki í langt tilhlaup eða stíga fast til jarðar. Þetta hafði alveg áhrif, en mér fannst við gera vel úr því og létum það vinna fyrir okkur. En þetta var kannski ekki ákjósanlegt," sagði Höskuldur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner