Snædís María Jörundsdóttir er gengin alfarið til liðs við FH frá Stjörnunni.
Snædís María var á láni hjá FH frá Stjörnunni seinni hluta síðasta tímabils og lék sex leiki fyrir liðið og skoraði 3 mörk.
Snædís hefur leikið 77 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 11 mörk.
Hún hefur einnig leikið 28 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað 18 mörk. Hún er í u20 ára landsliðshópnum sem mætir Svíþjóð í æfingaleik í dag sem er undirbúningur fyrir úrslitaleik gegn Austurríki um sæti á HM 2024.
Athugasemdir