Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. nóvember 2023 10:23
Elvar Geir Magnússon
VAR dómarinn á Prinsavöllum tekinn af leik í kvöld
Szymon Marciniak skoðar VAR skjáinn.
Szymon Marciniak skoðar VAR skjáinn.
Mynd: Getty Images
Athygli vekur að Tomasz Kwiatkowskiwas, sem var VAR dómari á leik Paris St-Germain og Newcastle í gær, hefur verið tekinn af leik sem hann átti að starfa á í kvöld.

UEFA hefur tekið hann af leik Real Sociedad og RB Salzburg í Meistaradeildinni en leikurinn fer fram í kvöld.

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum ákvörðunina í lok leiksins í gær þegar hendi var dæmd á Tino Livramento eftir VAR skoðun.

„Þrátt fyrir að UEFA hafi ekki enn gefið út yfirlýsingu um þá ákvörðun að dæma PSG víti í uppbótartímanum gegn Newcastle í gær þá er þetta sterkasta vísbendingin sem hefur komið um að þeir telji að dómurinn hafi verið rangur," segir Simon Stone, íþróttafréttamaður breska ríkisútvarpsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner