Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   mið 29. nóvember 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Við erum allar búnar að taka ábyrgð á því"
Við erum búin að setjast niður eftir tímabilið og rýna aðeins í hlutina hvað við hefðum getað gert betur
Við erum búin að setjast niður eftir tímabilið og rýna aðeins í hlutina hvað við hefðum getað gert betur
Mynd: Hrefna Morthens
Maður er bara svo gráðugur í boxinu
Maður er bara svo gráðugur í boxinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ræddi við Fótbolta.net um félagaskipti sín til Örebro í Svíþjóð.

Áslaug er Selfyssingur sem var hluti af liði Selfoss sem féll úr Bestu deildinni í sumar. Hún ræddi um tímabilið.

„Nei, ég átti alls ekki von á þessu. Við komum vel gíraðar inn í mótið eftir gott gengi síðasta sumar. Þetta kom mér mjög mikið á óvart."

Selfoss átti í erfiðleikum með að skora í sumar. Liðið skoraði einungis tólf mörk í 21 leik sem var það minnsta í deildinni.

„Að við skoruðum ekki nóg er ein af ástæðunum. Síðan er auðvitað alltaf hægt að nefna aðra hluti. Við erum búin að setjast niður saman eftir tímabilið og rýna aðeins í hlutina hvað við hefðum getað gert betur. Við erum allar búnar að taka ábyrgð á því. Það er margt sem hægt að nefna."

„Ég klárlega lærði eitthvað af þessu. Þegar ég horfi til baka þá er þetta það tímabil sem ég hef lært mest af. Þrátt fyrir að okkur hafi ekki gengið rosalega vel, þá er margt sem ég get tekið út úr þessu tímabili."

„Það verður að koma í ljós (hvort að Selfoss fari beint upp aftur). Þær hafa alveg mannskapinn í það, hef alveg fulla trú á þeim, en það kemur bara í ljós."


Áslaug skoraði þrjú mörk fyrir liðið í sumar. Það gerði hana að markahæsta leikmanni liðsins.

„Það er svolítið skrítið, var kannski ekki alveg á markmiðablaðinu, en ég tek því. Það þarf einhver að skora þessi mörk. Ég held að þau hafi öll komið eftir föst leikatriði, maður er bara svo gráðugur í boxinu. Ég ætla klárlega að halda því áfram í Svíþjóð," sagði Áslaug.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner