Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 29. nóvember 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Kvenaboltinn
Örebro heillaði mig mest
Örebro heillaði mig mest
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er að fara frá uppeldisfélaginu, það verður alltaf smá erfitt, en ég mun alltaf einhvern veginn tækla það
Ég er að fara frá uppeldisfélaginu, það verður alltaf smá erfitt, en ég mun alltaf einhvern veginn tækla það
Mynd: Hrefna Morthens
Við fórum saman í okkar fyrstu landsliðsferð, síðan höfum við verið góðar vinkonur
Við fórum saman í okkar fyrstu landsliðsferð, síðan höfum við verið góðar vinkonur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held að þetta sé fínn stökkpallur; að fara út á næsta 'level', í góða deild, í ungt lið þar sem eru margar efnilegar sem vilja stíga hærra og fara lengra.
Ég held að þetta sé fínn stökkpallur; að fara út á næsta 'level', í góða deild, í ungt lið þar sem eru margar efnilegar sem vilja stíga hærra og fara lengra.
Mynd: Hrefna Morthens
Selfyssingurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir var í gær tilkynnt sem nýr leikmaður Örebro í Svíþjóð. Hún skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Hún er tvítugur varnarmaður sem þjálfari Örebro hefur trú á að smellpassi inn í hans leikstíl. Áslaug ræddi við Fótbolta.net um skiptin.

„Þetta kemur nokkuð óvænt upp, en samt ekki, er að renna út á samning og langaði að sjá hvaða möguleikar yrðu í boði. Mér leist best á Örebro eftir að það kom upp þannig ég ákvað bara að kýla á það," sagði Áslaug.

„Það var eitthvað aðeins hérna heima, aðallega áhugi frá íslenskum félögum. Örebro heillaði mig mest."

„Það eru þannig séð engin tengsl, en það eru margar stelpur búnar að fara þangað og Örebro er að fylgjast með íslensku deildinni; ungu og efnilegu stelpunum."


Allavega sjö íslenskir leikmenn hafa áður verið á mála hjá félaginu sem greinilega horfir til íslenskra leikmanna. Þær Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, María
Björg Ágústsdóttir, Ólína Guðrún Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir eru allar fyrrum leikmenn félagsins.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir er hins vegar leikmaður Örebro í dag. Hún kom til sænska félagsins frá Breiðabliki í haust. Áslaug verður því níundi íslenski leikmaðurinn til að leika með kvennaliðið félagsins á síðustu fimmtán árum. Hún ræddi við Bergþóru áður en hún tók ákvörðun um að fara út.

„Ég talaði aðeins við Beggu, við erum góðar vinkonur og hún reyndi að selja mér þetta og náði því eiginlega. Við fórum saman í okkar fyrstu landsliðsferð, síðan höfum við verið góðar vinkonur. Ég er klárlega spennt að spila með henni, hún er skemmtilegur karakter og góð í fótbolta þannig það verður geggjað."

„Örebro spilar á ungum leikmönnum, með ungt lið, mjög faglegt umhverfi; æft snemma og tvisvar á dag. Þarna eru ungir leikmenn sem vilja ná lengra á ferlinum."


Er ákvörðunin að fara út erfið?

„Ég er að fara frá uppeldisfélaginu, það verður alltaf smá erfitt, en ég mun alltaf einhvern veginn tækla það."

Hún var orðuð við Víking í báðum slúðurpökkunum sem hafa verið birtir í vetur. Var heillandi möguleiki að vera áfram í Bestu deildinni?

„Já já, mig langaði fyrst og fremst að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt, fannst kominn tími á það. Það hefði alltaf verið æði, en (gerist) allavega ekki núna."

„Það klárlega eykur sjálfstraustið (að vita af áhuga fleiri félaga) og allt það, það var fínt að vita að það var áhugi annars staðar."


Er hún með markmið um að fara lengra á ferlinum?

„Klárlega. Ég held að þetta sé fínn stökkpallur; að fara út á næsta 'level', í góða deild, í ungt lið þar sem eru margar efnilegar sem vilja stíga hærra og fara lengra. Ég held að það sé fínt fyrir mig og svo sjáum við hvernig það gengur."

Aðspurð hvort að góð spilamennska hjá Örebro gæti komið henni í landsliðið sagði Áslaug:

„Klárlega, ég held að þetta muni hjálpa mér helling með það."

Í viðtalinu var Áslaug spurð út í sumarið með Selfossi sem féll úr Bestu deildinni og þá sturluðu staðreynd að hún var markahæsti leikmaður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner