Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fös 29. nóvember 2024 15:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allt kolvitlaust ef Salah fær ekki samning - „Þá læt ég fótboltann bara vera"
 Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Salah hefur reyst magnaður fyrir Liverpool.
Salah hefur reyst magnaður fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Þetta er besti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, allavega af erlendu bergi brotnu," sagði Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmaður Liverpool, í Enski boltinn hlaðvarpinu á dögunum.

Framtíð Mohamed Salah er í óvissu þar sem hann verður samningslaus næsta sumar og enn bólar ekkert á nýjum samningi. Salah sagðist nýverið vera vonsvikinn með það að hafa ekki enn fengið samningstilboð frá félaginu.

Liverpool hefur farið frábærlega af stað undir Arne Slot en liðið er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Salah hefur leikið stórkostlega það sem af er tímabilið, eins og hann gerir í raun alltaf.

Það verður líklega allt brjálað hjá stuðningsmönnum Liverpool ef Salah, sem er 32 ára gamall, fær ekki nýjan samning.

„Hann vill semja. Ég mun líklega ekki styðja Liverpool ef hann fær ekki samning og FSG eru áfram eigendur. Þá læt ég fótboltann bara vera," sagði Magnús Haukur.

„Það verður allt kolvitlaust ef hann fær ekki samning. Og Van Dijk líka."

Salah er orðinn 32 ára en hann er í hrikalega góðu standi. Hann hefur á þessu tímabili skorað tólf mörk og lagt upp tíu í 19 keppnisleikjum.
Enski boltinn - Stór frumraun, Púlarar í skýjunum og meistarar í dimmum dal
Athugasemdir
banner
banner