
Júlíana Sveinsdóttir er búin að framlengja samning sinn við ÍBV og verður í Vestmannaeyjum næstu tvö keppnistímabil.
Júlíana er 25 ára varnarmaður sem er uppalin í Vestmannaeyjum og á 158 keppnisleiki að baki fyrir meistaraflokk, þar af 108 í efstu deild.
Hún hefur orðið bikarmeistari með ÍBV og lék í öllum leikjum liðsins í fyrra þar sem hún skoraði meðal annars sigurmark gegn stórliði Breiðabliks á Kópavogsvelli.
ÍBV endaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð, með 29 stig úr 18 leikjum.
Athugasemdir